Eldeyjarkórinn ásamt hljómsveit heldur tónleika í kirkjunni

22.maí'17 | 10:07

Eldeyjarkórinn ásamt hljómsveit heldur tónleika í kirkjunni þann 25. næstkomandi, Uppstigningardag klukkan 17:00

Meira

Lokahóf yngri flokka UMFG!!!

22.maí'17 | 10:12

Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG fer fram í Íþróttahúsinu miðvikudaginn 24. maí. Lokahófið verður tvískipt í ár, 1.-4.bekkur byrjar kl 17:00 og lokahóf eldri iðkenda byrjar kl 17:30.

Meira

Það skiptast á skin og skúrir í vikunni

22.maí'17 | 00:28

Spáin er ágæt fyrir næstu viku. Við þurfum þó ekki að vökva blettinn, almættið sér um það ef spár ganga eftir. Það ætti þó að vera þurrt og gott veður í kvöld þegar að karlalið Grindavíkur freistar gæfunnar uppi á Skaga. Annars er spáin fyrir vikuna sem hér segir.

Meira

Karlalið Grindavíkur spilar við ÍA

21.maí'17 | 13:09

Karlalið Grindavíkur fer upp á Skaga og spilar við heimamenn klukkan 19:15. Hvernig væri að fá sér bíltúr uppá skaga og horfa á skemmtilegan leik í blíðunni.

Meira

Grindavík tapaði fyrir Stjörnunni

21.maí'17 | 09:45

Kvennalið Grindavíkur tapaði í gær fyrir Stjörnunni á útivelli 4-1. Liðið mætti ekki til leiks í fyrri hálfleik og var þrem mörkum undir eftir hálftíma. Það var því erfið staða sem stelpurnar þurftu að horfast í augu við í hálfleik 

Meira

Grindavík datt úr leik í undanúrslitum útsvars

21.maí'17 | 08:48

Grindavík datt úr leik í undanúrslitakeppni Útsvars á föstudagskvöld. Fjarðabyggð hlaut 63 stig en Grindavík 39. Þar með er lið Fjarðarbyggðar komið í úrslit. Okkar lið stóð sig vel kepninni eins og oft áður. 

Meira

Engan sakaði í aðgerðum lögreglu

21.maí'17 | 08:18

Aðgerðum sér­sveit­ar rík­is­lög­reglu­stjóra og lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um vegna manns í ann­ar­legu ástandi í Grinda­vík lauk um klukk­an eitt í nótt. Eng­an sakaði en maður­inn var hand­tek­inn í tengsl­um við rann­sókn máls­ins.

Meira

Facebook ofneysla!

21.maí'17 | 06:16

Hafið þið ekki átt svona AHA- moment í gegnum tíðina – þar sem þið standið ykkur sjálf að því að vera að tala við einhvern en áttið ykkur svo á því að þið eru langmest að tala við ykkur sjálf! Ég átti svona moment í vikunni – en það var þegar ég var að halda fyrirlestur um breytingar. 

Meira

Sérsveitin kölluð út

20.maí'17 | 21:52

Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur verið kölluð út vegna atviks í Grindavík. Samkvæmt frétt á Vísi.is eru sérsveitarmennirnir búnir vopnum.

Meira

Kótilettukarlar og kerlingar Grindavíkur

19.maí'17 | 16:38

Það er komið að því. Kótilettukvöld sunddeildar UMFG verður haldið annaðkvöld laugardagskvöldið 20.maí. Kótilettur í raspi, maður lifandi hvað þær eru góðar. Sunddeildin er líka með heimsendingu á þessum úrvalsrétti.

Meira