Hjálmar Hallgrímsson (Hjalli) 50 ára

1.september'16 | 00:33

Hjálmar Hallgrímsson eða Hjalli Lögga eins og hann er kallaður var 50 ára núna á dögunum. Af því tilefni var haldin afmælisveisla í Gjánni í Grindavík. Um tvöhundruð manns fögnuðu með honum og óskum við hjá Grindavík.net Hjalla til hamingju með afmælið.

Meira
voot310x400

Bloomberg fjallar um Vísi HF

1.september'16 | 00:30

Bandaríski fréttarisinn Bloomberg heimsótti Vísi í sumar og gerði um það athyglisverða frétt sem það birti í miðlum sínum. Tilefni heimsóknarinnar var notkun Vísis á Flexicut skurðarvél frá Marel, en vélin er tímamótalausn sem finnur beingarðinn í fiskinum, fjarlægir af mikilli nákvæmni og sker í bita. 

Meira

Íslenska 1 hjá MSS í Grindavík

1.september'16 | 00:25

Námskeið í íslensku verður haldið 5 til 9 september. Námskeiðið hefst þegar næg þátttaka hefur náðst í hóp.  Lögð er áhersla á talað mál til daglegrar notkunar með umræðum í tímum. Allir þættir tungumálsins þjálfaðir: skilningur, hlustun, tal, lestur og ritun. Jafnframt er farið í málfræði. 

Meira

Góður flensubani

1.september'16 | 00:17

Nú er haustið að koma og gott er að eiga ráð við flensum. Hér er uppskrift af góðum flensubana frá Hafdísi. Þennan drykk er gott að drekka þegar slappleiki herjar á. Hann er fullur af vítamínum og krafti. 

Meira

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 22% í júlí

1.september'16 | 00:09

Gistinætur á hótelum í júlí voru 441.500 sem er 22% aukning miðað við júlí  2015. Gistinætur erlendra gesta voru 93% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 23% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 17%.

Meira

Vetrarstarf fimleikadeildar UMFG

31.Ágúst'16 | 14:32

Vetrarstarf fimleikadeildarinnar hefst 6. September 2016 en opið er fyrir skráningar í NÓRA kerfinu til 2. September. Við höfum hafið samstarf með Fimleikadeild Keflavíkur og mun fyrirkomulag æfinga vera sem hér segir :

 

Meira

Enn bætist í Ungmennagarðinn

31.Ágúst'16 | 06:35

Ungmennagarðurinn sem Ungmennaráð Grindavíkur hefur skipulagt austast á skólalóð grunnskólans við Ásabraut er sífellt að taka á sig betri mynd. Í sumar var strandblakvöllur tekinn í gegn sem hefur slegið í gegn. 

Meira

Heilsu- og forvarnarvika 3.-9. október

31.Ágúst'16 | 00:49

Grindavíkurbær kynnir Heilsu- og forvarnarviku í Október sem kemur í stað Hreyfivikunnar sem nú hefur verið færð fram til vorsins. Gefin verður út dagskrárblað sem dreift verður í öll hús og á samfélagsmiðlum. 

Meira

þarf maður alltaf að vera að rembast eitthvað!!

31.Ágúst'16 | 00:39

Ég spurði hana hvort hún hefði ekki sótt um starfið - hljómaði eins og draumastarfið fyrir hana.

Hún svaraði; æ nei, þetta var ekki fyrir mig! Svo skorti mig reynslu á einu sviði svo í stað þess að vera eitthvað að svekkja mig á þessu vitandi að það fær örugglega einhver annar starfið þá ákvað ég bara að sleppa þessu. 

Meira

Félagsmiðstöðin Þruman þrátíu ára

31.Ágúst'16 | 00:38

Félagsmiðstöðin Þruman fagnar 30 ára afmæli í haust og verður haldið upp á  félagsmiðstöðvardaginn 9. nóvember n.k. Nemenda- og Þrumuráð mun halda utan um skipulagninguna í samstarfi við starfsfólk Þrumunnar. Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn, Sigríður Etna  en hún er menntuð tómstunda- og félagsmálafræðingur. Sigríður mun starfa við hlið Jóhanns Árna sem hefur starfað við Félagsmiðstöðina undanfarin ár.

Meira