Góð mæting í Sunnudagaskólann

24.janúar'17 | 05:30

Börn í Grindavík fjölmenna í sunnudagaskólann í kirkjunni. Það er mjög líflegt og gaman að fylgjast með þeim syngja og taka þátt í þessari skemmtilegu stund. Þær Margrét Þorláksdóttir og Kristín Pálsdóttir eru mjög skemmtilegar, hvort sem að þær eru að leiða sönginn eða að leika brúðuleikrit fyrir börnin. Það er mjög gaman að sjá hversu margir eru að mæta. Hér eru nokkrar myndir frá seinasta sunnudegi.

Meira

Styttist í nýan Óla á Stað

24.janúar'17 | 07:00

Nú fer að styttast í  að hinn nýi Óli á Stað verði tilbúinn. Það er Stakkavík í Grindavík sem er að láta smíða hann hjá Seiglu á Akureyri. Þetta er annar báturinn sem smíðaður er fyrir þá í Stakkavík en gamli Óli á Stað heitir nú Sandfell SU 75 og er í eigu dótturfyrirtækis Loðnuvinnslunnar.

Meira

Streita, öfgafull streita og brostin hjörtu

24.janúar'17 | 04:27

Þetta er búin að vera óvenjuleg vika hjá landsmönnum og mikið álag á löggæslu og björgunarfólk í ljósi þeirra atburða sem dunið hafa á. Í gegnum tíðina hefur mikið verið ritað og rætt um streitu í starfi sem áhættuþátt fyrir hjartasjúkdómum. Flestir eru sammála um að langvarandi streita geti haft áhrif á heilsu og margir benda á streitu sem orsakavald þegar hjartað gefur eftir.

Meira

Meistaradeildin

Elsta kona heims

11.Desember'16 | 22:56

Emma Morano, elsta núlifandi manneskja heims, á afmæli fyrir stuttu. Hún er orðin 117 ára og er eina manneskjan á lífi sem fædd er fyrir árið 1900. Morano fæddist 29. nóvember 1899. Hún býr í bænum Verbania á norðanverðri Ítalíu, við Maggiore vatn.


20 ráð til að auka hreyfingu í daglegu lífi

23.janúar'17 | 04:17

Hreyfingin skiptir okkur miklu máli og nú er tilvalið tækifæri til að koma inn meiri hreyfingu í daglegu lífi. Höfum samt í huga að byrja rólega þannig að við gefumst ekki upp á fyrstu vikunni. Léttur göngutúr gerir heilmikið bæði fyrir líkama og sál, hann þarf hvorki að vera langur eða hraður það er útiveran sem telur.

Meira

Björgunarsveitarhúsið er ein af miðstöðvum leitarinnar af Birnu

22.janúar'17 | 15:33

Það er búið að vera mikið að gera hjá björgunarsveitarfólki um helgina. Það er stórkostlegt fyrir samfélagið að eiga fólk að sem að alltaf er tilbúið til hjálpar. Hér er texti og myndband frá facebooksíðu björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík.

Meira

Kórinn Vox Felix í léttmessu

22.janúar'17 | 14:38

Kvöldmessa verður í kvöld Sunnudag 22. janúar kl. 20:00. Kórinn Vox Felix mun leiða sönginn undir stjórn Arnórs B. Vilbergssonar organista Keflavíkurkirkju.

Meira

Tómas féll úr keppni

21.janúar'17 | 15:13

Það var mikil spenna á föstudagskvöldið þegar Tómas Guðmundsson keppti í The voice. Hann var í liði Svölu Björgvinsdóttur sem að mörgum þótti besta liðið í þessari keppni.  

Meira

Grindavík áfram í Útsvari

21.janúar'17 | 14:49

Grindavík komst í næstu umferð eftir öruggan sigur á góðu liði Árborgar í gærkvöldi í sextán liða úrslitum Útsvars.

Meira

Sykur og æðakölkun

21.janúar'17 | 05:03

Það efast engin lengur um að sykurneysla skaðar heilsu og þá ekki sýst með tilliti til hjarta og æðasjúkdóma. Á vef Náttúrulækningafélagsins nlfi.is er að finna frábæra grein frá því í desember 1965 eða rúmlega 50 ára gamla. Þarna koma fram afar athyglisverðar hugmyndir sem ég get ekki séð betur en að séu í samræmi við margt af því sem skrifað er um enn þann dag í dag.

Meira

Fréttatilkynning - 1973 í bátana

20.janúar'17 | 17:03

Þegar gos hófst á Heimaey 1973 var fljótlega farið í það að koma íbúum og gestum frá Eyjunni. Flestir fóru með bátum, einhverjir fóru með flugi og svo voru aðrir sem fóru ekki strax. Við komuna til Reykjavíkur um morguninn var fólkið skráð og hvert það fór, alls um 4216 manns. Aldrei var skráð hvaða bátar sigldu með flóttafólkið né hverjir fóru um borð í hvaða bát.

Meira