Hamingjan kemur ekki á gullplatta

26.júlí'17 | 10:15

Ég verð svo miklu hamingjusamari þegar ég verð aðeins grennri, já eða þegar ég finn rétta karlinn, eða kannski bara þegar ég skil við karlinn. Nú eða þegar ég fæ aðra og betri vinnu, eða hina langþráðu kauphækkun, já eða bara þegar ég vinn í lottóinu. Ég verð örugglega miklu hamingjusamari þegar líf mitt er einhvern veginn allt öðruvísi en það er í dag – hvernig, veit ég bara ekki!

Meira

Grindavíkurbær getur ekki boðið uppá mat í hádeginu

25.júlí'17 | 20:59

Grindavíkurbær getur ekki haldið áfram að þjónusta eldri borgara með niðurgreiðslu á mat, þar sem ekki er mögulegt að starfrækja mötuneyti í Víðihlíð. Boðið hefur verið upp á þjónustuna frá því snemma árs en um tilraunaverkefni var að ræða þar sem eldri borgurum í Grindavík var boðið upp á heitar máltíðir í hádeginu á 1.000 krónur. 

Meira

Knattspyrnudeild Grindavíkur auglýsir eftir yfirþjálfara

25.júlí'17 | 19:21

Knattspyrnudeild Grindavíkur leitar að metnaðarfullum, skipulögðum, áreiðanlegum og kraftmiklum einstaklingi með reynslu og menntun í knattspyrnuþjálfun. Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með mannleg samskipti og leita leiða til að efla en frekar yngri flokka starf félagsins. 

Meira

Gott veður framundan

24.júlí'17 | 23:49

Eftir frekar kalt og blautt sumar eru nokkrir góðir dagar framundan. Í dag verður suðaustan 3-10 m/s og skýjað með köflum. Hiti 12 til 18 stig. Á morgun ætti síðan að verða bongóblíða sem ætti að gleðja sumarþyrsta Íslendinga.

Meira

Þarftu verkjalyf?

24.júlí'17 | 06:52

Greinin hér að neðan birtist fyrst sem ritstjórnargrein í 6. tbl. 103. árgangs Læknablaðsins sem kom út í júní 2017. Höfundur er Valgerður Rúnarsdóttir, sérfræðingur í fíknlækningum og framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu Vogi.

 

Meira

Lögreglan varar við símasvindli

23.júlí'17 | 23:20

Lögreglu berast þessa stundina fjölmargar ábendingar vegna sjálfvirkra hringinga úr meðfylgjandi símanúmeri. Þá er hringt og skellt á nær samstundis þannig að símanúmerið situr eftir í hringilista viðkomandi. 

 

Meira

Útileikur í kvöld á móti Stjörnunni

23.júlí'17 | 07:52

Þá hefst seinni umferðin í Pepsi deildinni með útileik á móti Stjörnunni í kvöld klukkan 20:00. 

Meira

Leon Ingi skráði athyglisverða dagbók

22.júlí'17 | 10:49

Leon Ingi Stefánsson sem er 17 ára Grindavíkingur brá sér í tvo róðra með línuskipinu Tómasi Þorvaldssyni frá Grindavík. Róið var frá Siglufirði eins og oftast á sumrin. Leon Ingi skráði athyglisverða dagbók í þessum tveimur túrum, hér er hægt að lesa hana.

Meira