GRINDAVIK.NET til sölu

8.september'17 | 14:02

Vegna breyttra aðstæðna hjá ritstjórn og eigendum fréttamiðilsins www.grindavik.net er fréttamiðillinn til sölu. Miðillinn hefur verið starfræktur núna í um tvö og hálft ár og hefur náð til fjölda einstaklinga. Markmið með stofnun miðilsins hefur verið að vera með vettvang fyrir Grindvíkinga til að ræða og vera með umfjöllun sem tengist Grindavík. Miðillinn hefur einnig náð góðri festu á landsvísu.

Meira

Karfan er komin af stað

5.október'17 | 14:48

Sælir Grindvíkingar. Hvað er títt ??  Karfan er komin af stað og það með látum. Kvennalið okkar sem nú er í fyrsta áfanga í uppbyggingarfarsa til framtíðar skellti sér í Kennaraháskólann og atti þar kappi við Kvennalið Ármanns. Það er skemmst frá því að segja að okkar stúlkur flysjuðu andstæðinga sína all-hressilega og tóku þessi tvö stig sem í boði voru heim í hérað. Vel gert og góð byrjun á áhugaverðum vetri hjá þeim.

Meira

Félagsfundur Vinstri Grænna í Grindavík

20.september'17 | 21:52

Félagsfundur VG í Grindavík verður haldinn í fimmtudaginn 21. September kl 20:00 í Verkalýðshúsinu við Víkurbraut.

Meira

Meistaradeildin

Never give up...........Myndband

29.Júlí'17 | 10:19

Never give up...........Myndband 


Lokahóf 3. og 4. flokks karla og kvenna í knattspyrnu

18.september'17 | 22:53

Lokahóf 3. og 4. flokks karla og kvenna var haldið á sal grunnskólans fimmtudaginn 14. september. Verðlaun voru veitt í flokkunum og einnig var undirritaður samningur við nýjan yfirþjálfara yngri flokka Arngrím Jóhann Ingimundarson (Adda) en hann var að þjálfa 3. og 5. flokk kvenna þetta tímabilið. 

Meira

Hásetar kl 20:00 í kvöld á RUV

14.september'17 | 08:43

Félagarnir og fyrrum Hraðfréttamennirnir Benni og Fannar réðu sig sem háseta á frystitogarann Hrafn Sveinbjarnarson frá Grindavík. Í þáttunum fáum við að fylgjast með strákunum í ævintýralegum veiðitúr. Annar þáttur af sex verður sýndur á RUV í kvöld kl 20:00

Meira

Hraðfréttahásetar á Hrafni

4.september'17 | 09:23

Áhöfnin á Hrafni Sveinbjarnar fékk skemmtilega heimsókn þegar þeir Hraðfréttadrengir Benni og Fannar ákváðu að gera lífstílsþátt um sjómennsku. Þetta er sex þátta sería sem að heitir Hásetar. 

Meira

Sara Hrund í fríi frá knattspyrnu vegna höfuðmeiðsla

4.september'17 | 08:35

Sara Hrund Helgadóttir leikmaður Grindavíkur í meistaraflokk kvenna hefur orðið að taka sér frí frá knattspyrnu vegna höfuðmeiðsla. Allt er þegar 6 er... skrifaði Sara inn á Facebooksíðu sína á dögunum. 

Meira

Frá ósætu upp í dísætt

31.Ágúst'17 | 07:12

Kolvetni eru mikilvægur hluti af fæðunni. Þau eru nauðsynleg til þess að orkuefnaskipti líkamans gangi eðlilega fyrir sig.

Meira

Getum við einfaldað!

31.Ágúst'17 | 06:39

Í samtölum mínum við fólk er algengt að talað sé um álag í lífi og starfi með tilheyrandi vansæld og vonleysi. Það fyrsta sem fer þegar við upplifum mikið álag, er hæfileiki okkar til samskipta svo það eru margir að upplifa samskiptaerfiðleika, bæði í vinnu og einkalífi sem má rekja til þess að það er skortur á tíma. Eftir eitt námskeiðið í síðustu viku setti ein konan fram þessa spurningu; Anna Lóa, í alvöru, hvað getum við gert?

Meira

Haldlögð fíkniefni það sem af er ári 2017

28.Ágúst'17 | 11:28

Á fyrstu 7 mánuðum ársins 2017 hefur tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagt hald á mikið magn fíkniefna og mun meira en á sama tíma á síðasta ári. Í öllum tilvikum hafa efnin fundist við tollleit á farþegum á leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar, ýmist í farangri eða innvortis.

Meira