F. í Reykjavík 21. jan. 1956. For.: Friðrik Ásmundsson (f. 26. nóv. 1934) skipstjóri og skólastjóri og Valgerður Erla Óskarsdóttir (f. 24. maí 1937). M. Sigríður Magnúsdóttir (f. 26. jan. 1958) matráður. For.: Magnús G. Jensson og Kristín Guðríður Höbbý Sveinbjörnsdóttir. Börn: Ása Hrönn (1982), Erla (1984), Magnús Karl (1991). Sonur Ásmundar og Sigurlaugar Sigurpálsdóttur: Friðrik Elís (1975). Stjúpdóttir, dóttir Sigríðar: María Höbbý Sæmundsdóttir (1977).

      Gagnfræðapróf Skógaskóla 1973.

      Stundaði netagerð og sjómennsku 1970-1972. Vann við hreinsun Heimaeyjar sumarið 1973. Verkstjóri hjá Viðlagasjóði við hreinsun og endurreisn og uppgræðslu Heimaeyjar 1974-1978. Framleiðslu- og yfirverkstjóri hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja 1978-1986. Sjálfstætt starfandi blaðamaður 1980-2003. Framkvæmdastjóri Samkomuhúss Vestmannaeyja 1986. Rak fiskvinnslufyrirtækið Kútmagakot ehf. 1988-2003. Framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Keflavíkur 2004. Verkefnastjóri Ljósanætur 2006. Verkefnastjóri í atvinnu- og menningarmálum hjá Reykjanesbæ 2008. Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Garðs 2009-2012.

      Í þjóðhátíðarnefndum Vestmannaeyja 1974-1996. Formaður handknattleiksdeildar Þórs 1974-1978. Formaður Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna, 1981-1984. Í stjórn SUS 1983-1987. Í flokksráði Sjálfstæðisflokksins og í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Eyjum 1982-1986.Formaður íþrótta- og tómstundaráðs Vestmannaeyja 1982-1986. Formaður ÍBV 1994-1999. Formaður knattspyrnudeildar ÍBV 1999-2002. Stofnandi og formaður hollvinasamtaka Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði, NLFÍ, 2005-2011. Í stjórn Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ 2007-2008. Stofnandi Lista- og menningarfélagsins í Garði 2009. Stjórnandi listaverkefnisins Ferskir vindar í Garði 2010. Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Garði frá 2012.      Alþm. Suðurk. síðan 2013 (Sjálfstæðisflokkur). Atvinnuveganefnd 2013-, velferðarnefnd 2013-.      Ritstjóri: Fylkir, málgagn sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum (1986-1988).

Fréttatilkynning frá Ásmundi Friðrikssyni

Býður sig fram til forystu sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi

4.Ágúst'16 | 00:08

Í samráði við fjölskyldu mína og stuðningsmenn allstaðar í kjördæminu hef ég ákveðið að bjóða mig fram í 1 – 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi 10. september nk.

Meira

Ásmundur Friðriksson skrifar:

Hjálp! Eða er ekkert í þessu fyrir mig?

27.júní'16 | 12:30

Þjóðin er að fagna sigrum á öllum vígstöðvum og við syngjum hástöfum nýja „þjóðsönginn“ Er völlur grær og vetur flýr. Birtan og gróðurinn sigra myrkrið og kuldann á sólstöðum og völlur grær og vetur flýr. Landsliðið í knattspyrnu þjappar okkur öllum saman í sigurvímu sem þjóðin er þátttakandi í og í hálfleik fögnum við nýjum forseta. Óskum honum og fjölskyldu hans góðs gengis í nýju verkefni. 

Meira

Viðskiptabann á Rússa kemur verst niður á sjávarbyggðum.Er bara einn þingmaður á móti?

20.Ágúst'15 | 12:56

Nú hefur það gerst sem vofði yfir þeim þjóðum sem skrifuðu upp á viðskiptabann Evrópusambandsins og Bandaríkjanna á Rússland að Rússar hafa sett viðskiptabann á innflutning matvæla frá þeim þjóðum sem undanþegnar voru frá banninu fyrsta árið.

Meira