Jón Gauti Dagbjartsson ( Gauti Grindjáni ) Búinn til og fæddur í Grindavík árið 1971. Slapp í gegnum grunnskóla Grindavíkur án þess að marka þar djúp spor í sögu hárra einkunna. Útskrifaðist með 2. Stig frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993. Giftur Irmý Rós Þorsteinsdóttur og afrakstur hjónabandsins er þrír drengir á þremur mismunandi aldurskeiðum. Hef verið töluvert í kringum fótbolta og körfubolta ásamt því vera stundum fyrir hér og þar um bæinn. Áhugamálin full mörg á köflum en músík nokkuð fyrirferða mikil. Aðal áhugamál er þó að vakna á morgnana og klára daginn brosandi.

Stemmarinn í stúkunni.

12.október'16 | 06:22

Og það held ég nú og sei sei og góðan daginn. Körfuboltinn kominn af stað og örlitlar vísbendingar um meistaraflokkana byrjuð að sjást. Stelpurnar búnar með tvo heimaleiki þar sem að annarsvegar var boðið uppá sannfærandi sigur og svo hinsvegar óvænt sannfærandi tap. Dr. Jeckyll og Mr. Hyde er eitthvað sem að mér dettur helst í hug en þær munu undir stjórn Björns Steinars vinna úr þessu og stefna hátt í vetur. Spáð 3.sæti en ætla ofar en það. 

Meira

Forsetakosningar

13.maí'16 | 04:35

Mér finnst svakalega gaman að grilla. Öll aðgerðin í kringum grillið þegar að réttu aðstæðurnar eru til staðar er svo rugl skemmtileg. Kveikja upp í grillinu sem keypt er hjá Olís, ekki það að ég vilji eitthvað sérstaklega auglýsa Olís, bíða eftir að það sé orðið heitt, skafa pínu, græja kjötið og hefjast svo handa. 

Meira

Er Guð til?

22.apríl'16 | 05:42

Það er til fólk sem lætur sig ýmislegt varða. Sumir eru í pólitík, aðrir ekki. Sumir eru í umhverfisvernd, aðrir ekki. Sumir eru í hinu og þessu, aðrir ekki. Sumir spá bara ekki í neitt og gera aldrei neitt.

Meira