Katrín Ösp Eyberg Rúnarsdóttir, fædd 1994 og sleit barnskónum í Grindavík og Danmörku. Kláraði Grunnskóla Grindavíkur og þaðan lá leiðin í Fjölbrautarskóla Suðurnesja sem ég útskrifaðist frá árið 2014.  Ég bý nú í Frakklandi með unnustanum mínum Ólafi Ólafssyni sem er fæddur 1990 og uppalinn í Grindavík. Hann útskrifaðist úr Grunnskóla Grindavíkur og kláraði svo Fisktækniskóla Íslands árið 2015. Hann er nú að hefja atvinnuferil sinn í körfubolta með liði sem heitir St.Clement. Við stefnum á að nýta tækifærið til hins ýtrasta og njóta þess að upplifa nýja hluti. Við ætlum að leyfa ykkur að fylgjast með okkur á meðan við erum á ferð og flugi um heiminn.

Heimleið

15.maí'16 | 08:05

Í fyrramálið segjum við skilið við þennan yndislega stað.

Við Ólafur höfum haft það svo hrikalega gott hér í Ars-en-ré að við værum ekkert á móti því að vera örlítið lengur, okkur líður vel hér.

Meira

Loksins, loksins komið sumar og sól hér í Frakklandi.

16.apríl'16 | 07:36

Síðustu vikur hefur sólin verið á lofti og hefur hvorki meira né minna en 17-20°c alla vikuna. Ég hefði haldið að við myndum fá sumarið aðeins fyrr, það hefur reyndar alveg verið ótrúlega fínt veður enn bara svolítill vindur en kannski ekki skrýtið þar sem við búum á eyju.

Meira

Að hundur geti haft svona mikil áhrif

15.mars'16 | 07:33

Á undanförnum mánuðum höfum við fengið að fylgjast með Katrínu og Ólafi sem búa nú í Frakklandi, Ólafur er að spila körfubólta með  St. Clement í NM2 deildinni. Hér er nýjasti pistill Katrínar.

 

Meira