Kristín María er uppalinn Grindvíkingur og starfar sem kennari við Grunnskóla Grindavíkur. Hún er stjórnmálafræðingur að mennt með kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla auk þess sem hún hefur lokið öllum kúrsum í mastersnámi í mannauðsstjórnun við HÍ. Hún hefur mikinn áhuga á málefnum líðandi stundar og hefur m.a. skrifað á vefritið Deiglan.is í meira en áratug. Á árunum 2005 – 2007 vann hún á fréttastofu RÚV með námi og sumarið 2009 á fréttastofu Stöðvar 2.  Kristín María situr í bæjarstjórn og frístunda- og menningarnefnd fyrir Lista Grindvíkinga. Hún á einnig sæti í stjórn MSS, Kvikunnar og Reykjanesfólkvangs. 

Af hverju Viðreisn?

17.október'16 | 09:08

Því hún stendur fyrir breytingar og almannahag. 

Það er gaman og gefandi að hafa áhrif til góðra verka og undanfarin ár hef ég einbeitt mér að því að vinna í þágu minnar heimabyggðar, með góðum árangriSveitarstjórnarmál hafa freistað mín og ég hef gaman af starfi mínu sem bæjarfulltrúi í Grindavík. Ég hafði engin áform um að leggja lóð mín á vogaskálar þeirra sem buðu fram til þings. Einfaldlega vegna þess að ekkert þeirra framboða sem þar var heillaði mig - fyrr en Viðreisn kom fram. Stjórnmálaafl sem er reiðubúið að leggja sig fram í mikilvægar kerfisbreytingar sem munu skila sér verulega til almennings í landinu. 

Meira

Kristín María Birgisdóttir skrifar

UNDIRBÚNINGUR AÐ UPPBYGGINGU VIÐ VÍÐIHÍÐ

1.mars'16 | 05:03

 Undirbúningur að uppbyggingu við Víðihlíð kominn á fullt. Fyrsti fundur vinnuhóps um viðbyggingu við Víðihlíð fór fram í vikunni. 

Meira

Móttaka flóttamanna til Grindavíkur

1.október'15 | 23:25

Á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag, 29. september samþykkti bæjarstjórn með fjórum atkvæðum af sjö að ganga til viðræðna við Velferðarráðuneytið um móttöku flóttamanna. 

Meira