Ég hef lokið námi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í húsasmíði og er í dag að nema við guðfræðideild HÍ og stefni að því að verða prestur ef Guð og lukka lofa. Ég útskrifaðist einnig sem markþjálfi í maí 2015 frá Evolvia og stefni á framhaldsnám þar. Er í sambúð með Söndru Dögg Guðlaugsdóttur og eigum við saman tvö yndisleg börn sem heita Alex Máni fæddur 2004 og Regína Sól fædd 2009.

Það er ein setning úr kvikmynd sem ég tengi vel við. Myndin heitir The Natural og er frá árinu 1984. Aðalpersóna myndarinnar (Robert Redford) er að ræða við vinkonu sína (Glenn Close) um að hann hafi ekki náð að gera allt sem hann langaði að gera. Það voru atvik í lífi hans sem hann taldi að hægt væri að gera betur.

Hún segir við hann að við fáum að lifa tveimur lífum og útskýrir það svona. "The life we learn with and the life we live with after that." Stutt og beint í mark! Ég hef verið svo heppin að hafa kynnst stórkostlegu fólki sem hefur hjálpað mér að vaxa sem persóna og gera mér kleift að gera það sem veitir mér hamingju.

Ég hef öðlast víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, stjórnmálum, félagsströfum, íþróttum og fjölskyldulífinu. Ég vona að ég hafi visku til þess að nýta mér þessa reynslu til þess að fara að lifa lífinu sem kemur á eftir lærdóminn og reynsluna eins og Glenn Close minnist á.

Ég er NÓG!

3.janúar'16 | 23:43

Að eiga nóg af öllu þýðir hagsæld, eða búa yfir mikilli velmegun.

Meira

Pétur Rúðrik skrifar

Ég treysti á þig – samfélag sem virkar!

3.júní'15 | 06:33

Ég man þegar ég var yngri og lífið var einfalt en flókið í senn.

Það var einfalt að því leiti að samfélagið sá um að leiða mig áfram þangað sem ég átti að fara. Það var flókið að því leiti að ég var ekki viss um hvort ég vildi fara þangað sem það leiddi mig.

Meira

Vonandi leið sem virkar!

Leiðsögn barna minna

18.maí'15 | 00:43

Ég var að hugsa til barnanna minna og hvaða arfleið ég skil eftir handa þeim. Mig langar að vera fyrirmynd sem þau geta horft á og upplifað að það sem ég geri skiptir máli fyrir heiminn í kringum þau.

Meira