Ég heiti Bryndís Jóna Jónsdóttir og hef brennandi áhuga á heilsueflingu í sinni víðustu mynd. Ég trúi því staðfastlega að uppbyggileg og jákvæð samskipti séu lykilatriði í því að stuðla að góðu samfélagi og að við spilum þar öll mikilvægt hlutvek. Starfsævinni hef ég varið í skólasamfélaginu og þykir það forréttindi að vinna með fjölbreyttum hópi samstarfsfólks og nemenda. Núvitund og jákvæð sálfræði eru mér ofarlega í huga og þykir mér fátt skemmtilegra en að grúska í þeim fræðum, hitta fólk og hreyfa mig. 

Að rækta hamingjuna!

19.mars'16 | 07:35

Alþjóðlegi hamingju dagurinn er á morgun og því er vel við hæfi að lesa sér aðeins um hvernig eigi að rækta hamingjuna í tilefni hans. 

Meira

Nýtt ár, ný markmið - Hvað með að vera meira HÉR og NÚ?

10.janúar'16 | 09:36

Það er svo gaman að fylgjast með samfélagsmiðlum í kringum áramót, við Íslendingar setjum okkur mörg hver ný og háleit markmið á þessum tímamótum. 

Meira