Höfundur: Oddný Harðardóttir.

 

Hér má setja um höfund
 

Oddný Harðardóttir skrifar

Baráttan fyrir réttlæti

30.maí'16 | 01:12

Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands, ætti að vera stærsti stjórnmálaflokkurinn hér á landi en mælist samkvæmt könnunum undir 10%. Þetta slæma gengi er alvarlegt mál og verður að breytast svo hugsjónir jafnaðarstefnunar geti orðið að veruleika um jafnrétti og jöfnuð. 

Meira

Oddný Harðar skrifar

Ósætti á vinnumarkaði

28.apríl'15 | 21:08

Það dylst engum að alvarleg staða er komin upp á vinnumarkaði. Æ fleiri félög boða verkföll sem munu hafa víðtæk áhrif. Nú þegar hefur alvarlegt ástand skapast í heilbrigðiskerfinu, einkum á Landspítalanum þó aðrar stofnanir fari ekki varhluta af vandanum. Fagmenn í heilbrigðisstéttum hafa lýst yfir áhyggjum af verkföllunum og bent á að það sé sérstaklega slæmt að þau komi í kjölfar læknaverkfalls sem enn hefur ekki verið unnið úr.

Meira

Oddný Harðardóttir

Baráttan fyrir jafnrétti og réttlæti

23.mars'15 | 17:13

Á þessu ári minnumst við mikilvægs áfanga í kvenréttindabaráttunni þegar konur fengu í fyrsta sinn kosningarétt. Þó kosningaréttur kvenna hafi verið mikilvægur þá var baráttan fyrir bættum kjörum verkalýðsins, almannatryggingum, læknisþjónustu, mannsæmandi húsnæði og í stuttu máli almennum mannréttindum einnig stórt mál á svipuðum tíma. Sú barátta má ekki heldur ekki gleymast. Stundum látum við eins og réttindi almennings og velferð hafi dottið af himnum ofan. Svo er sannarlega ekki. Baráttan var hörð en árangur náðist sem við verðum að passa uppá og sjá til að glatist ekki.

Meira