Páll Valur Björnsson var þingmaður Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi. Páll Valur stundaði nám við Keili veturinn 2007-2008 og lauk grunnskólakennaranámi frá menntavísindasviði HÍ vorið 2011 og var kosinn á þing vorið 2013.

Í árslok

31.desember'16 | 12:49

Það er margs að minnast frá því ári sem nú er að renna sitt skeið á enda. Fyrir mig persónulega var þetta ár eins og góð ferð í rússíbana og það skiptust á skin og skúrir. Að verða vitni af og vera þáttakandi í þeirri átburðarrás sem átti sér stað í pólitíkinni á vormánuðum vegna Panamaskjalanna var ótrúleg lífsreynsla sem seint mun líða úr minni. 

Meira

Páll Valur Björnsson skrifar

Til hvers eru stjórnmálamenn?

21.október'16 | 00:30

Að mínu mati hafa stjórn­mála­menn það eina hlut­verk og þá einu skyldu að gera það sem í þeirra valdi stendur til að bæta lífs­gæði fólks í nútíð og fram­tíð og að tryggja því sem jöfn­ust tæki­færi. Ég er sann­færður um að þjóð­fé­lag þar sem sátt er um það meg­in­mark­mið að tryggja fólki og fyr­ir­tækjum sem jöfn­ust tæki­færi tryggir líka almenna vel­meg­un, frelsi, fram­tak og sann­girni og og stuðlar þannig að stór­bættum lífs­gæðum og ham­ingju alls almenn­ings.

Meira

Ræða mín frá störfum þingsins í gær

Óréttlæti

19.Ágúst'16 | 03:10

Að undanförnu hefur verið mikil umræða í samfélaginu um kvótakerfið og ekki af ástæðulausu. Fólki blöskrar að sjálfsögðu hvernig útgerðarmenn sem ráða yfir fiskveiðikvótunum geta selt þá og keypt eins og þeim sýnist og stungið ágóðanum í vasann án þess að þurfa að taka nokkurt tillit til fólksins sem byggir afkomu sína á því að veiða fiskinn og vinna hann og hafa reist samfélög sín á því.

Meira