Ragna er uppalið miðborgarbarn og starfar sem blaðamaður hjá Séð og Heyrt. Hún er lögfræðingur að mennt og búin með 1/3 af viðskiptafræði í fjarnámi. Ragna bjó í Grindavík í sjö ár á árunum 2007-2014 og líkaði svo vel við bæ og íbúa að Grindavík á alltaf stað í huga og hjarta hennar, auk þess sem vinir og kunningjar í Grindavík eru fjölmargir. Ragna situr í stjórn slysavarnadeildarinnar Þórkötlu og var einnig formaður Kvenfélags Grindavíkur í tvö ár. Ragna hefur mikinn áhuga á fólki, fréttum og málefnum líðandi stundar. 

Hvarf Birnu hefur kennt okkur

25.janúar'17 | 22:55

Öll íslenska þjóðin hefur verið undirlögð í átta daga, hvarf og leit að Birnu hefur átt hug okkar og hjarta í átta daga. Við sofnuðum og vöknuðum með nýjustu fréttum, hún er ekki enn þá fundin, vonin lifir. Samkennd, samúð, von, en um leið forvitni og alls konar kenningar hafa tröllriðið samskiptamiðlum og samræðum fólks í átta daga. Birna er ekki fyrsti íslendingurinn til að hverfa, en hún er fyrsta konan og aldrei áður hefur hvarf og leit svo ég muni eftir farið fram fyrir jafn opnum tjöldum og núna. Nánast öll framvinda í leit og rannsókn komin strax í fréttirnar og síðan deilt óhindrað um alla samskiptamiðla, sem eru hið nýja eldhúsborð landsmanna og við það situr ótiltekinn fjöldi einstaklinga, sem allir hafa sína skoðun á hvernig á hvarfinu stóð, hver átti sök á því og hvers vegna.

Meira

LÍFIÐ KEMUR ALLTAF Á ÓVART

5.desember'16 | 09:21

„Það verður séð fyrir öllu sem þig vantar,“ stendur á spjaldi sem ég hef tvisvar dregið á fyrirlestri hjá hinni stórskemmtilegu Siggu Kling og viti menn, eftir að ég dró spjaldið í fyrra skiptið eftir erfiða kafla í lífi mínu fékk ég í kjölfarið akkúrat það sem mig vantaði þegar spjaldið var dregið (hvort sem það var spjaldinu eða öðru að þakka). Það var því tilvalið bara að slaka aðeins á kröfunum sem ég gerði alltaf til sjálfrar mín og sjá hvað þetta allt sem mig vantaði væri og hvenær mér yrði fært það. Setningin góða varð þannig ein af lífsreglunum mínum (og já, þær eru nokkrar).

Meira

GALLAR GETA VERIÐ GULLS ÍGILDI

18.nóvember'16 | 08:16

Fyrir nokkrum dögum las ég status hjá fbvinkonu minni þar sem að hún gerir grín að eigin göllum og auðvitað fannst mér alveg tilvalið að setjast niður og gera það sama og fara yfir hversu ófullkomin ég er og hvort að ég geti einhverju breytt og hvort að ég vilji það og nenni yfirhöfuð.

Meira