GRINDAVIK.NET til sölu

8.september'17 | 14:02

Vegna breyttra aðstæðna hjá ritstjórn og eigendum fréttamiðilsins www.grindavik.net er fréttamiðillinn til sölu. Miðillinn hefur verið starfræktur núna í um tvö og hálft ár og hefur náð til fjölda einstaklinga. Markmið með stofnun miðilsins hefur verið að vera með vettvang fyrir Grindvíkinga til að ræða og vera með umfjöllun sem tengist Grindavík. Miðillinn hefur einnig náð góðri festu á landsvísu.

Meira

Karfan er komin af stað

5.október'17 | 14:48

Sælir Grindvíkingar. Hvað er títt ??  Karfan er komin af stað og það með látum. Kvennalið okkar sem nú er í fyrsta áfanga í uppbyggingarfarsa til framtíðar skellti sér í Kennaraháskólann og atti þar kappi við Kvennalið Ármanns. Það er skemmst frá því að segja að okkar stúlkur flysjuðu andstæðinga sína all-hressilega og tóku þessi tvö stig sem í boði voru heim í hérað. Vel gert og góð byrjun á áhugaverðum vetri hjá þeim.

Meira

Félagsfundur Vinstri Grænna í Grindavík

20.september'17 | 21:52

Félagsfundur VG í Grindavík verður haldinn í fimmtudaginn 21. September kl 20:00 í Verkalýðshúsinu við Víkurbraut.

Meira

Lokahóf 3. og 4. flokks karla og kvenna í knattspyrnu

18.september'17 | 22:53

Lokahóf 3. og 4. flokks karla og kvenna var haldið á sal grunnskólans fimmtudaginn 14. september. Verðlaun voru veitt í flokkunum og einnig var undirritaður samningur við nýjan yfirþjálfara yngri flokka Arngrím Jóhann Ingimundarson (Adda) en hann var að þjálfa 3. og 5. flokk kvenna þetta tímabilið. 

Meira