Þrumuskot, vettvangur unga fólksins

21.Mars'15 | 20:44

Þrumuskot er vettvangur unga fólksins. Hingað koma fréttaskot frá Þrumunni. Þruman er félagsmiðstöð unglinga í Grindavík. En þetta er líka vettvangur fyrir annað sem að unglingar eru að bralla.

Við munum líka reyna að fá unglingana okkar til að tjá sig í greinum um líf þeirra. Við vonum að þau nýti sér þennan vettfang til að koma áhugamálum sínum á framfæri. Við vonumst til að efla hugmyndaflæði og sköpun í þessum aldurshóp. Kannski að einhverjar góðar hugmyndir sem að kvikna hér verði að veruleika. Það er aldrei að vita.