Árshátíð Grunnskólans

25.Mars'15 | 06:03

Nemendur Grunnskólans í Grindavík hafa lengi beðið spenntir eftir gærdeginum. Árshátíð nemenda var í gær. Dagurinn byrjaði snemma hjá öllum. Klukkan tvö var frumsýning á hinu árlega árshátíðarleikriti. 

Í ár eru sýnt leikritin, Hin Fjögur Fræknu og Hakuna Matata. Eftir það héldu tíundu  bekkingar upp í Salthús. Þar beið þeirra dýrindis máltíð að hætti Láka. Ballið byrjaði síðan klukkan átta. Foreldrar biðu með blys,blöðrur og brunabíl fyrir utan skólann þegar nemendurnir komu á ballið. Það var kvikmyndastjörnubragur á þessu kvöldi enda höfðu margir unnið leiksigur fyrr um daginn. Allir voru fínir á rauða dreglinum. Grindvíkingurinn Egill Birgisson sá um tónlistina en einnig skemmtu félagar úr Reykjavík, 12:00. Þeir hafa gert garðinn frægan með vinsælum lögum eins og Sumartíminn. Þetta var síðasta árshátíð margra í skólanum. Margir binda vinabönd sem endast lífið á enda á grunnskólaárunum. Sá tími er nú senn á enda hjá sumum nemendum Grunnskóla Grindavíkur. Tíundu bekkingar undirbúa sig nú undir næstu skref í lífinu. Grindavík.net óskar þeim gæfu og góðs gengis.