Hugur hjarta og einlægur áhugi

26.Mars'15 | 07:00

Hugur. hjarta og einlægur áhugi er lagður í leiksýningar skólaleikhúss Grunnskóla Grindavíkur þetta árið. Hugurinn ber þig hálfa leið. Ef síðan hjartað og áhuginn eru líka með í för líka þá gerast hlutirnir Á facebook síðu Hönnu Gestsdóttur segir  "Kæru vinir. Fyrir um 8 vikum settumst við Bjarni Þórarinn Hallfreðsson niður og skrifuðum tvö leikrit. Síðan í lok janúar erum við búin að vera að æfa stíft með frábærum krökkum á elsta stigi Grunnskóla Grindavíkur. Árangurinn er ótrúlegur og krakkarnir blómstra á sviðinu!

 Erum búin að sýna tvisvar, í gær og í kvöld og nú er aðeins ein sýning eftir. Geriði sjálfum ykkur greiða og mætið á sýninguna á morgun(fimmtudag), þessu viljið þið ekki missa af!! Byrjar klukkan 17:00 á sal skólans og svo rúlla allir saman beint í bæinn á leikinn!

Krakkarnir eru svo frábærir þið bara verðið að sjá þetta!!! Ef þið eruð að hika við að fara, spyrjið einhvern sem er búinn að sjá hvernig honum fannst þetta.. það verður ekki logið að ykkur!

Áfram Grindavík og takk allir fyrir viðbrögðin"