Ungir leikstjórar

27.Mars'15 | 13:21
leikstjorar_minni

Af Grindavik.is

Við höfum fylgst með skólaleikhúsi Grunnskólans að undanförnu. Leikstórar og handritshöfundar tveggja verka sem skólinn sýnir eru  Bjarni Þórarinn Hallfreðsson og Hanna Dís Gestsdóttir. Þau hafa unnið frábæra vinnu. Fulltrúi Grindavik.net fór á leikritin í gær og skemmti sér mjög vel. Ég hef  tekið eftir því hversu samheldin og góður þessi leikhópur er. Fyrir flesta af þeim sem að komu að þessari sýningu er hún hápunktur vetrarins. Þetta er það sem að þau muna best í framtíðinni. Á facebook síðu Hönnu segir.

"Ég hef sennilega aldrei grátið jafn mikið á einum degi og á deginum í dag.
Alltof erfitt að kveðja þessa frábæru krakka en því miður þurfa allir góðir hlutir að enda. Er þakklát fyrir tækifærið, að skólastjórnendur í Grunnskólanum í Grindavík leyfðu tveimur krökkum um tvítugt að taka það að sér að skrifa og leikstýra tveimur leikritum, er ekki viss um að margir skólar hefðu gert það.
En mest af öllu er ég þakklát fyrir að hafa kynnst þessum krökkum, þau svo ógeðslega skemmtileg að ég get ekki lýst því með orðum. Erfiðasta en jafnframt skemmtilegasta sem ég hef tekið þátt í og ég er strax byrjuð að sakna allra! (já ég veit ég er væmin, ég er alltaf væmin)

One big family and one big love"

Ef þetta er væmni þá styður Grindavik.net væmni heilshugar.

 

 

Ef að þetta er væmni þá styður Grindavik.net væmni heilshugar.