Cant buy me love

25.Apríl'15 | 06:53

Katrine Madsen hélt tónleika á Bryggjunni í gærkvöldi. Hún byrjaði á jassútsetningu á bítlalaginu Cant buy me Love. Í bakgrunninn fylgist John Lennon með. Ég er ekki frá því að hann hafi kinkað kolli til samþykkis við útsetningunni.

Allavega var þetta mjög vel gert. Jassgeggjarar sem að mættu á Bryggjuna í kvöld skemmtu sér vel. Hljómsveitin getur varla verið betur skipuð. Eyþór Gunnarsson lék á píanó Matthías Hemstock á trommur og Richard Andersson á kontrabassa. 

Eyþór sagði eftir tónleikana að það væri mjög gaman og gott að spila í því návígi við áhorfendur sem að Bryggjan býður uppá. Hann sagði einnig að það fyndist ekki betri vert til að spila fyrir en Alli á Bryggjunni. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld með Katrine og bandinu hennar.

Þau spila síðan á djasshátíð í Garðabæ á morgun og á Hressó á sunnudag. Það verður engin svikin af því að kíkja á þetta snilldarband.

577 (533x800)

Katrine Madsen og Lennon

583 (533x800)

Richard Andersson

605 (533x800)

Eyþór Gunnarsson

614 (533x800)

Matthías Hemstock