Ungmennagarður í Grindavík

29.Apríl'15 | 00:48

Ungmennaráð skilaði af sér tillögum á síðasta bæjarstjórnarfundi sem haldinn var í gær 28. Apríl. Ungmennagarður á að rísa á skólalóðinni. Ungmennin gáfu út kostnaðar og framkvæmdaráætlun. Einnig komu þau með verkefni  sem er í gangi, sem nefnist Grindavíkur appið.

Formaður Ungmennaráðs Lárus Guðmundsson hóf kynningu á störfum nefndarinnar um stofnun ungmennagarðs á skólalóð Grunnskólans við Ásabraut. Í þessari verkefnavinnu kom fram að í þeirra tillögum eru að framkvæmt verði fyrir 11. Milljónir króna. Minigolf völl, trampólín körfuboltavöll, strandblaksvöll, sófaróla, skýli og aparóla með gúmmíhellum undir. Mjög flott framsett. Til þess að framkvæmdir geti hafist þá þarf að fjarlægja bláu útistofuna. Sökkullinn undir henni er sambærilegur að stærð og ramminn sem þarf fyrir strandblakið. Flottar hugmyndir, sem myndu nýtast vel fyrir breytilegan aldurshóp. Annar kostnaður var metinn á um 1.850.000 kr og er það aðallega jarðvinnukostnaður.

Nökkvi Harðarson kynnti til sögunnar Grindavíkur appið, appið er upplýsingar og tilkynningar app fyrir Grindavík og getur t.d gefið áminningu með tveggja tíma fyrirvara áður en viðburður hefst.

Katrín Lóa sagði að 10. Skráðir fundir hafa verið hjá nefndinni og tilkynnti hún áskorun ráðsins til bæjarstjórnar um að bættar samgöngur ungmenna við fjölbrautaskólann í Reykjanesbæ og að ljós á körfuboltavellinum myndi loga til kl 22:00

Róbert Ragnarsson bæjarstjóri sagði að þetta væru ábyrgar og flottar hugmyndir sem fullorðnir myndu ekki koma með. Róbert ræddi um að nefndin væru öll skipuð í jafn langan tíma og vildi að hluti að nefndarmönnum yrði áfram í næstu nefnd til að miðla reynslu. Einnig að breytingar væru þörf til þess að ekki myndi ávalt verða skipaðar nýtt nefndarfólk í öll nefndarsætin. Lagði til að það væri annarsvegar annað árið skipaðir þrír og hitt árið tveir og nefndarskipunin væri til tveggja ára í senn.

Lovísa H. Larsen annar varabæjarstjórnarfulltrúi G listans hrósaði nefndinni fyrir góðar hugmyndir og sagði að rödd þeirra þyrfti að heyrast.

Guðmundur Pálsson segir að appið sé „snilld“ og hægt væri að fara í hluta af framkvæmdum á þessu ári.

Marta Sigurðardóttir hrósaði nefndinni fyrir fyrir frábært app, og vel útfærð kostnaðar og framkvæmdar áætlun.

Jóna Rut sagði að þetta yrði frábær viðbót við sparkvöllinn, en spurði hver myndi sjá um eftirlit og öryggi ungmennagarðsins

Nökkvi Harðarson  svaraði því að öryggi yrði sett á oddinn.

Ásrún Kristinsdóttir Sagðist vera ánægð með að verkið sé vel hugsað og val á staðsetningu góð.

Það má með sanni segja að við búum að góðu og hæfileikaríku ungu fólki hér í Grindavík. Vonandi verður ungmennagarður að veruleika.  Ungmennin fengu þarna frjálsar hendur við skipulagningu á garðinum. Og má segja að vel hafi lukkast.

Ungmennaráð skipar: Formaður  nefndar Lárus Guðmundsson, meðstjórnendur; Nökkvi Harðarson, Elsa Katrín Eiríksdóttir,Karín Óla Eiríksdóttir,Nökkvi Nökkvason,Katrín Lóa Sigurðardóttir og Þórveig Hulda Frímannsdóttir.