Grindavík með 5 sveitir á Íslandsmóti barnaskólasveita í skák.

4.Maí'15 | 12:13
skakmot_25

Grindavik.is

Grindavík mætti með fimm keppnissveitir, alls 19 keppendur á tveggja daga Íslandsmót barnaskólasveita í Rimaskóla helgina 25.-26. apríl. Allir keppendur mættu báða dagana og stóðu sig frábærlega.

 Grindavík A sem var skipuð drengjum úr 4.bekk náði 25 sæti af 49 liðum og eftirtektarverður árangur hjá Agnari sem vann 8 af 9 skákum sem hann tefldi. Grindavík B sem var eingöngu skipuð stúlkum úr 5 og 6. bekk kom svo litlu neðar í 32.sæti. Grindavík D sem var skipuð eingöngu strákum var í 40. sæti og Grindavík C. og E voru stelpur eingöngu úr Hópskóla sem stóðu sig frábærlega og lentu í 42 sæti og 46 sæti.

Það er Siguringi Sigurjónsson skákkennari sem heldur utan um þetta frábæra skákstarf í Grunnskóla Grindavíkur.   

Grindavík.is greindi frá þessu.

skakmot_2

Grindavik.is

skakmot_22

Grindavik.is

skakmot_5

Grindavik.is

skakmot_6

Grindavik.is