Vélavarðanám - smáskip með vélarafl < 750 kW -

12.Maí'15 | 10:19

Fisktækniskóli Íslands í Grindavík býður upp á vélavarðanám: Um er að ræða bóklegt og verklegt nám. Verklegi þátturinn felst í almennri vélstjórn og bilanagreiningu. Námið veitir réttindi til að vera vélavörður á skipi með 750 kW vél og minni og 12 metrar og styttri að skráningarlengd. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 25. maí.

Ef þátttakandi bætir við sig 7 einingum í fagtengdu viðbótarnámi þá öðlast hann rétt til að vera yfirvélstjóri á skipi með 750 kw. vél og minni og 24 m. og styttri að skráningalengd að loknum siglingatíma.

Staður: Fisktækniskólinn Víkurbraut 56 Grindavík

Hefst 25.maí kl. 09:00

Nánari upplýsingar og skráning í síma 412-5966 eydna@fiskt.is