Sumarklúbbur Þrumunnar

13.Maí'15 | 18:24
leikja5

Af vef Grunnskóla Grindavíkur

Í sumar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn á aldrinum 11-14 ára, þ.e. börn sem eru að klára 5.-7. bekk (fædd 2002, 2003 og 2004), á tveimur aðskildum námskeiðum frá kl. 10:00-14:00. Hvort námskeið stendur yfir í tvær vikur. Ekki er hægt að kaupa hluta úr degi. Hámarksfjöldi barna á hverju námskeiði er 20 manns. Þegar námskeiðin eru full verður hægt að skrá barn á biðlista.

Viðfangsefnin eru skemmtileg og uppbyggjandi og má þar nefna hópefli, leiklist og spuna, hjólaferð, stuttmyndagerð, ratleik, golf og skemmtiferð til Reykjavíkur. Mikið er lagt upp úr útiveru. 

Dagskrá námskeiðanna verða auglýst á heimasíðu bæjarins, www.grindavik.is

Þátttakendur eiga að hafa með sér hollt og gott nesti og í samræmi við lengd viðveru. Það er ekki leyfilegt að senda barn með gos, sælgæti og sætabrauð í nesti (á föstudögum er leyfilegt að koma með sparinesti). Nauðsynlegt er að vera í góðum skóm. Réttur útbúnaður stuðlar að aukinni vellíðan og mikilvægt að klæða sig eftir veðri. 
Vakin er athygli á því að á hvoru námskeiði verður farin ein dagsferð og þá þarf taka tillit til þess.
Sumarklúbbur Þrumunnar hefur aðsetur í félagsmiðstöðinni Þrumunni í grunnskólanum við Ásabraut (inngangur við Skólabraut).

Námskeið 1: 8. júní - 19. júní (9 dagar vegna 17. júní) 
Námskeið 2: 22. júní - 3. júlí (10 dagar)

Gjaldskrá:
Námskeið 1 - níu virkir dagar:
Verð fyrir 4 klst. pr. dag: Frá kl. 10:00-14:00 
= 7.600 kr. Ekki er farið heim í hádeginu heldur tekinn nestistími.

Námskeið 2 - Tíu virkir dagar:
Verð fyrir 4 klst. pr. dag: Frá kl. 10:00-14:00
= 8.400 kr. Ekki er farið heim í hádeginu heldur tekinn nestistími.
Systkinaafsláttur; 2. barn 50%, 3. barn 75%.
Vinsamlegast athugið að ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið, en hefur ekki tilkynnt forföll með formlegum hætti til umsjónamanns námskeiðsins á miðvikudegi fyrir upphaf námskeiðs þá mun námskeiðsgjald vera innheimt að fullu.

Skráning er hafin og lýkur föstudaginn 29. maí kl. 12:00. 
Skráning er á netfangið johannao@grindavik.is. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram við skráningu:
1. Nafn barns og kennitala.
2. Nafn, kennitala, heimilisfang og símanúmer foreldri/forráðamanns (greiðandi reiknings og tengiliður).
3. Annað sem skiptir máli varðandi vellíðan barnsins.

Yfirumsjón hefur Jóhann Árni Ólafsson frístundaleiðbeinandi. Sími 660 7326. 
Fyrirspurnir er hægt að senda á johannao@grindavik.is

Þetta er af vef Grunnskóla Grindavíkur