Sat Nam Rasayan kvöldnámskeið í Grindavík á fimmtudaginn

3.Júní'15 | 05:02

Sat Nam Rasayan kvöldnámskeið í Grindavík 4. júní
Yogi Bhajan sagði: “þögn er mesti heilarinn.” Sat nam rasayan er hugleiðsluheilun innan kundalini jóga þar sem þú lærir að komast í vitundarástand djúprar innri þagnar. Það gerir þér fært að heila sjálfa/n þig sem og aðra.

Í sat nam rasayan notarðu eigin andlega iðkun til að læra að þjóna og lyfta öðrum upp. Um leið og þú þjálfar eigin hugleiðsluhuga getur þú lært að nota nákvæm verkfæri sem eru innra með þér til að heila sjálfa/n þig og aðra líkamlega, andlega og orkulega. Grunnur sat nam rasayan er upplifun að þögninni innra. Með iðkunn kundalini jóga í bland við djúpa meðvitund sjálfsins lærir þú einfalda leið til að hugleiða í þögninni. Að læra sat nam rasayan hefur mikil áhrif inn í alla hluta lífs þíns, og mun auðga sambönd þín með samhygð og meðvitund.
 

Um kennarann: Sven Butz hefur iðkað Sat Nam Rasayan í yfir 20 ár og kennir bæði stig 1 og 2 af því. Auk þess heldur hann námskeið og hlédrög út um allan heim. Hans helsta markmið í kennslu er að miðla upplifun af Sat Nam Rasayan á heiðarlegan, djúpan og praktískan hátt og gera fólki kleift að upplifa shuniya ástand (algjöra kyrrð.)

Kennt er:
Fimmtudaginn 4. júní kl. 19:30 í Hópsskóla Grindavík
Verð fyrir námskeiðið er 5000 (ekki posi á staðnum).
Skráning og nánari upplýsingar á halldora@grindavik.is
 

Gott er að koma með teppi með sér og púða. Ef þið eigið yogadýnur þá endilega takið þær með.
Námskeiðið er opið öllum og er engin fyrri reynsla af kundalini jóga eða SNR nauðsynleg.
 

Kærleikskveðja