Kokkur vikunnar

Ármann Ásgeir er kokkur vikunnar

13.Ágúst'15 | 08:15

Þar sem allir eru örugglega komnir með nóg af grilli i bili ætla ég að koma með uppskrift af uppahalds pastaréttinum mínum. 

Pastað mitt

Sveppir brúnir 1 box

Hvítlaukur 3-5 geirar

Ólífuolía, slatti

Tómatpurre 1 dos

Tómatpaste 1 dos

Sólþurrkaðir tómatar 6-7 stk saxadir

Kirsuberjatómatar slatti

Tómatpesto 2-3 skeiðar

1 glas hvítvín

3-4 bringur kjúklingur

Tagliatelle pasta 250 – 300 gr

 

Aðferð

Steikið sveppina og hvítlaukinn vel upp úr ólífuolíu og hellið síðan hvítvíni útí og látið malla aðeins.

Setjið síðan tómatpurre, paste, sólþurrkuðu tómatana og tómatpestóið saman við og látið malla og slökkvið síðan undir.

Skerið kjúklingabringurnar eftir endilöngu og steikið á pönnu, kryddið að vild.

Setjið svo kjuklingabringurnar og kirsuberjatómatana út í og látið malla meðan pastað er soðið.

Gott að bera fram með Nan brauði.

Langar mig ad skora á matgæðinginn hann Unndór Sigurðsson ad koma med næstu uppskrift.