Bergvin Ólafarson er kokkur vikunnar

25.September'15 | 08:00

Þakka þér fyrir áskoruna Arna ofurkokkur:) Ég sagði börnunum mínum frá því að ég væri kokkur vikunnar og spurði ég þau hvað ég ætti að hafa. Það stóð ekki á svari frá þeim. það er mjög einfaldur og fljótlegur kjúklinga pastaréttur sem börnin mín elska og biðja oft um.

KJÚKLINGA PASTARÉTTUR

Hráefni:

Pasta

Kjúklingur

Skinka

Stundum set ég lauk, papriku, pulsur eða bara það sem er til inn í ísskáp og það er alltaf gott.:)

Ég steiki kjúklinginn fyrst svo set ég allt saman í eldfast mót.

Svo geri ég sósu sem er

2 paprikur 

Ostar og einn peli af rjóma,

Læt svo ostinn bráðna í pottinum og helli því svo yfir réttinn enda á að setja rifinn ost yfir og inn í ofn í 10-15 mín á 180 og hvítlauksbrauð með.

Mig langar að skora á Jón Fanndal það verður gaman að sjá hvað hann nær að malbika fram með nýja stóra Weber grillinu sínu.