Daníel Leó Grétarsson í 20 manna hóp fyrir leiki Úkraínu og Skotland

1.Október'15 | 23:57

Eyjólfur velur 20 manna hóp fyrir leiki við Úkraínu og Skotland

U21 landslið karla hefur farið vel af stað í undankeppni EM 2017

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Ukraínu 8. október og Skotlandi 13. október ytra í undankeppni EM 2017. Í hópnum eru 20 leikmenn og leika sjö þeirra með erlendum félagsliðum. Íslenska liðið hefur farið vel af stað í undankeppninni og situr í efsta sæti riðilsins með 7 stig eftir 3 leiki.