Kokkur vikunnar er Jón Fanndal

4.Október'15 | 07:14

Takk fyrir áskorunina Bergvin Ólafarson. Hér er uppskrift af grillaðri bleikju og sósu

Grilluð bleikja eftir þörfum

  • Mango chutney

  • Sítrónupipar

  • Salt

 Sósa

  • Sýrður rjómi

  • Sweet chilly sósa

Bleikjan er látin plana vel á riffluðum álbakka, þannig að flakið liggi alveg slétt Síðan er malbikað vel yfir flakið með mango chutney og síðan stráð sítrónupipar og salti yfir. Álbakkinn síðan settur á grillið í nokkrar mínútur. Til að grilla flakið að ofanverðu set ég annan álbakka ofaná og sný öllu saman við. Verður að vera rifflaður álbakki með götum.

Borðað með fersku sallati, sósunni og hrísgrjónum. Kannski hvítvínstár með. 

Að lokum ætla ég að skora á Sigmar Árnason byggingafulltrúa Grindavíkur.