Dýrindis humarréttur & frönsk súkkulaðikaka

Rakel Einars er kokkur vikunnar

20.Nóvember'15 | 05:29

Ég ætla að bjóða upp á dýrindis humarrétt sem er bæði fljótlegur og gómsætur

  Humaréttur

 • 1 kg humar

 • 3-4 hvítlaukar

 • 2 x hvítlaksostar

 • 50 gr íslenskt smjör

 • 1/2 sítróna

 • 1peli rjómi

 • 1 tsk maldansalt

 • pipar eftir smekk

 • hvítlaukskrydd

 

Aðferð

Klippið skelina að ofan og dragið humarinn upp og látið hann liggja ofan á skelinni raðið honum á ofnplötuna eða eldfastformSkerið hvítlaukinn smátt og steikið í potti  bætið svo smjörinu,hvítlauksostinum og rjómanum út í og kreistið sítrónuna og bætið svo salt og pipar. látið malla í 5-7 mín, ,dreifið sósunni yfir með skeið og kryddið svo með hvítlaukskryddi yfir.

Hollustu frönsk súkkulaði kaka wink emoticon

 • 100 gr möndlur

 • 100 gr kókosmjöl

 • 200 gr döðlur

 • 2-3 msk hreint kakó

 • 1/2 tsk vanilluduft

Allt sett í matvinnsluvél og blandað vel saman og sett í bökunarform eða eldfastmót.

Súkkulaði krem

 • 1 bolli kaldpressuð kókosolía

 • 1 bolli hreint kakóduft

 • 1/2 bolli agavesíróp

Aðferð

Setjið setjið kókosolíuna í skál í smá stund í örbylgjuofn hrærið svo kakóduftinu og agvesírópinu saman við með sleif og hellið svo yfir botninn kakan svo sett í frysti í sirka klukkutíma, Gott að skera í litla munnbita og geyma í frysti og næla sér i einn bita þegar sykurlöngunin kemur um jólin en þarna er enginn sykur bara gómsætur hollur súkkulaði biti.

Ég ætla síðan að skora á Gumma Ásgeirs, Grindvíking sem búsettur er í Eyjum að vera næsti kokkur vikunnar.