Vel heppnaður og fjörugur föstudagur

28.Nóvember'15 | 20:39

Meðfylgjandi eru myndir en því miður þá vantaði víst minnis kortið þegar myndirnar inni í Þorbirni voru teknar og biðjumst við velvirðingar á því. 

    Það var nú heldur betur stuð á Fjörugum föstudegi síðastliðnum. Margt var í boði, s.s listasýningar, ljúffengur matur, frábær tilboð og síðast en ekki síst góður félagsskapur. Jólasveinar létu sig ekki vanta og glöddu börnin með næveru sinni og mandarínum  Mætingin var vonum framar og gleðin skein úr hverju andliti, þjónustan var til fyrirmyndar og hver einn og einasti verslunar- og veitingahúseigandi sem við heyrðum í var í skýjunum með daginn. Verslunarmiðstöðin var einnig með í þetta sinn og var það skemmtileg nýbreytni og er þetta svo sannarlega hefð sem er komin til að vera hér í bænum okkar.