Stíll 2015

30.Nóvember'15 | 18:58

Stíll er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema. Keppnin fer fram í nóvember ár hvert, daginn eftir Rímnaflæði.

 

 

    Keppt hefur verið í Stíl undir formerkjum Samfés og ÍTK frá því á árinu 2000.

Markmið Stíls eru að:

Hvetja unglinga til listsköpunar og um leið gefa þeim aukin tækifæri til frumlegrar hugsunar og ýta undir sköpunarhæfileika þeirra.

Vekja jákvæða athygli á því sem unglingar eru að gera á sviði sköpunar og gefa þeim kost á koma sínum hugmyndum á framfæri utan félagsmiðstöðvanna.

Unglingarnir komist í kynni við fleiri sem hafa áhuga á sama sviði.

Boðið er upp á val í Grunnskóla Grindavíkur þar sem að krakkar geta tekið þátt í Stíl og hafa tveir hópar unnið hörðum höndum í vetur fyrir hönd Þrumunar og Fjörheima undanfarna mánuði.   Þemað þetta árið var Náttúra og voru verkefnin kölluð Hafið og Mocking Jay. Keppnin var haldin síðastliðinn laugardag í Hörpu og stóðu stelpurnar sig frábærlega og komst Mocking Jay í úrslit fyrir bestu möppuna.