Körfuboltaveisla í dag

6.Desember'15 | 10:26

Kvenna og karlaliðið munu bæði spila í 16-liða úrslitum Powerade bikarsins í dag í Mustad Höll okkar Grindvíkinga.

Stelpurnar okkar mæta grönnum okkar í Njarðvík en þær eru sem stendur í 1. deild. Leikurinn byrjar á slaginu 16:30 og hafa okkar stelpur titil að verja.

Strákarnir okkar eru kanalausir en ekki baráttulausir og munu hefja leik gegn sterkum Stjörnumönnum á venjulegum tíma kl: 19:15.

Hvetjum okkar íþróttafólk til sigurs.

ÁFRAM GRINDAVÍK!

 

Uppfærsla

*Wise mun spila með í kvöld.