8 Liða úrslit Powerade bikarsins

9.Desember'15 | 13:18

Dregið var til átta liða úrslita Powerade-bikars karla- og kvenna í körfubolta í hádeginu.

Í kvennaflokki fá bikarmeistarar Grindavíkur Hauka í heimsókn sem verður verðugt verkefni að takast á við, þar sem Helena Sverrisdóttir hefur snúið aftur í sitt uppeldislið líkt og Pálína Gunnlaugsdóttir sem mun mæta aftur í Mustad höllina sem var hennar heimavöllur síðastliðin tvö tímabil. 

Strákarnir okkar sækja Skallagrím heim sem sitja nú í 4. sæti í 1. deild.