Alfreð Jóhannsson kokkur vikunnar

14.Desember'15 | 06:39

Ég þakka Gumma Ásgeirs fyrir þessa áskorun,   Ég meina að þessi uppskrift geti ekki klikkað svona rétt fyrir jólin.

Þorskur með pistasíusalsa

 • 600 gr þorskhnakkar eða þorskflök. 

 • Salt og pipar

 • 3-4 msk pistasíuhnetur, saxaðar (má líka nota furuhnetur)

 • 3 msk sítrónusafi og rifið hýði af 1/2 sítrónu

 • 1 msk olífuolía 

 • 1 dl fersk steinselja, söxuð 1/4 – 1/2 rautt chili, fræhreinsað og fínsaxað,

 • Ofninn hitaður í 220 gráður. 

 • Þorskflökin skorin í bita og þeim raðað í smurt eldfast form. 

 • Kryddað með salti og pipar. 

 • Því næst er blandað saman í skál. 

 • Pistsíuhnetum, sítrónusafa, sítrónuhýði, steinselju, chili og ólífuolíu. 

 • Blöndunni er dreift yfir fiskinn. 

 • Bakað í miðjum ofni við 220 gráður í ca 12-15 mínútur eða þar til fiskurinn er fulleldaður.

 

Gætið þess að ofelda hann ekki, þegar þú heldur að hann eigi eftir 1-2 mínútur, þá er hann tilbúin!! Sojasmjörsósa 3 msk smjör 1 skarlottulaukur (hægt að nota 1/2 rauðlauk), saxaður fínt 1 hvítlauksrif, saxað fínt 1 tsk rautt chili, saxað fínt 2-3 msk sojasósa 1 msk steinselja, söxuð smátt Smjör brætt í potti og látið krauma við fremur vægan hita í ca 15 mínútur þannig að smjörið verði brúnt.

Froðan veidd af smjörinu.

Lauk, hvítlauk, sojasósu, chili og steinselju blandað saman í skál og blandað út í smjörið rétt áður en sósan er borin fram. 

Ekki verra að njóta með góðu hvítvínsglasi

Verði ykkur að góðu

Til að halda kokki vikunnar hér í eyjum þá ætla ég að skora á góðan vin minn hann Albert Sævars

lífskúnstner og fyrrverandi markmann Grindavíkur og IBV.

 

Gleðileg jól og kveðja frá eyjum.