Óvæntar samsetningar sem hægt er að nýta yfir hátíðirnar

14.Desember'15 | 11:45
olivia polermo

Kjóll + Buxur

Þegar jólahátíðirnar eru annars vegar þá eru veislur, matarboð, partý, tónleikar, kokteilar, búðarráp nánast upp á hvern einasta dag og því nauðsynlegt að geta endurnýtt og poppað upp fataskápinn aðeins. 

Á þessum tíma eigum við það líka til að henda okkur út í of mikla neysluhyggju. Fólk er að kaupa gjafir til að gleðja sína nánustu og finnst þau líka þurfa að kaupa sér nýjan fatnað fyrir hvert tilefni. Það er algjör óþarfi því ef þú lumar á einhverju af þessum hlutum í fataskápnum getur þú dregið úr neyslu, sparað peninga og minnkað stress. Prófaðu þessar sex óvenjulegu en flottu samsetningar og þú munt ekki fara í jólaköttinn í ár.  

 

Há klauf og yfirhnéstígvél.

Of há klauf gæti dansað á línunni þegar kemur að jólaboði með fjölskyldunni en ef þú skellir þér í stígvélin við ertu komin með fullkomið jafnvægi.

 

Rúllukraga peysa og mikilfenglegt hálsmen. 

Komdu fram við rúllukragan eins og auðan striga og málaðu eitthvað fallegt með “statement piece” hálsmeni.

 

Sætur kjóll við vel sniðnar buxur.

Skiptu út sokkabuxunum fyrir buxur og bættu svo töff stígvélum við. Gæti hljómað svolítið bilað en útkoman gæti komið þér á óvart (lesist: grennandi).

 

 

Samfella og plíserað miðsítt pils. 

Þegar þú klæðist samfellu þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að vera alltaf að girða bolin ofan í. Bættu við helling af gulli og skartgripum og þú ert komin með vel jólalegan partý galla. 

 

Blúndutoppur og töff blazer. 

 

Poppaðu blazerinn þinn upp með smá kynþokka og breyttu honum úr hversdagsflík í veisludress.

 

Venjuleg skyrta og fallegur léttur toppur.

Enn önnur sönnun þess hve fjölhæf gamla góða klassíska skyrtan er. Gefðu henni nýtt ævintýralegt lif með því að fara í fallegan bol yfir. 

 

Nú er um að gera að fara annan hring í fataskápnum og athuga hvort ekki sé hægt að glæða lífi í gamlar flíkur yfir hátíðarnar. Góða skemmtun og gangið hægt um gleðinnar dyr.