Þjóðhátíðarsúpa Sigga All

Kokkur vikunnar er Siggi Alfreðs

6.Janúar'16 | 01:27

Þjóðhátíðarsúpa Sigga All.

 • 1 rauð paprika

 • 1 græn paprika

 • 3 stk. Sellerí

 • 2 laukar

 • 1 heill hvítlaukur

 • 3-4 gulrætur

 • 1 Chillli

 • 1 kg nautagúllas

 • ½-1 kg kartöflur

 • 2 Nautateningar

 • 1 lítil dós tómatpúrra

 • dass af sojasósu 

Grænmeti er skorið í litla bita og steikt á pönnu. Passa þarf vel að brenna ekki laukinn. Nautagúllasið er steikt sér og kryddað vel með salti og pipar. Grænmetið og kjötið fer saman í pott og sett vatn þannig að það fljóti vel yfir öllu. Suðan er látin koma upp og þá er bætt við 2 nautateningum, tómatpúrrunni og dass af sojasósu. Þetta er látið malla við vægan hita í 2-4 tíma og smakkað til. Þá er bætt við kartöflunum, skornar í teninga og þær látnar malla með síðasta hálftímann. Þetta er borið fram með grófu brauði og góðu rauðvíni.

Ég vill þakka Alberti kærlega fyrir áskorunina. Nú skora ég á gæðakokkinn hana Jóhönnu systir.