Jóhanna Alfreðsdóttir kokkur vikunnar!

18.Janúar'16 | 09:10

 Fylltar kjúklingabringur

 

U.þ.b.800 gr. kjúklingabringur

pepperoniostur

pepperonii

 

Kryddlögur

1/2 dl. olivuolía

½ hunang

1-2 hvítlauksrif, marin hvítlaukur.

1 msk. tómatpúrre

1 tsk. paprikuduft

2 tsk. salt

 

Öllu blandað saman, mælingar eru ekki heilagar, gott að smakka til kryddlöginn. 

Vasi skorin í bringurnar og bita af pepperonii og pepperonii osti sett inn í bringuna og lokað fyrir með tannstöngli. Bringurnar eru síðan lagðar í kryddlöginn, mikilvægt er að láta löginn fara vel yfir allar bringurnar. Látið marinerast í a.m.k. 2 klukkustundir að lágmarki, því lengur því betra. Bringurnar settar inn í 180°C heitan ofn í u.þ.b. 40 mínútur.  Með þessu er gott að hafa: 

Kartöflumús með beikoni

Nokkrar bökunarkartöflur

beikon

 matreiðslurjómi

smjör

paprikuduft

svartur pipar

sjávarsalt

 

Sjóðið kartöflurnar. Skerið beikonið í bita og hitið á pönnu þar til að það byrjar að verða stökkt. Takið beikonið af pönnunni og geymið. Maukið kartöflurnar mjög fínt. Blandið saman rjómanum og smjörinu við kartöflurnar ásamt beikoni. Bragðið til með papriku, salti og pipar. Setjið í eldfast form inn í heitan ofn, rífið ost yfir. Bakið þar til osturinn er gullbrúnn.

 

Ég vil þakka Sigurði bróður mínum fyrir þessa áskorun og hlý orð í minn garð. Ég ætla að rjúfa þetta Eyja-þema sem verið hefur í kokki vikunnar undanfarnar vikur og skora á borin og barnfæddan Grindvíking, að vísu brottfluttan. Sendi því boltann í Skerjafjörðinn en þar er vinkona mín og frænka hún Þórey Maren Sigurðardóttir, ég veit að hún á margar góðar og gómsætar uppskriftir í farteskinu. Bestu kveðjur til Grindavíkur.

                Jóhanna Alfreðsdóttir