Námskeiðhald í tengslum við Menningarviku

20.Janúar'16 | 01:28

Í febrúar og fram í Menningarvikuna 12.-20. mars n.k. er vonast til þess að félagasamtök eða einstaklingar í Grindavík bjóði upp á námskeið fyrir bæjarbúa.

 Þar er átt við ýmis konar námskeið í handverki í sem víðasta skilningi þess orð. Hægt er að bjóða upp á fleiri en eitt námskeið. Framlag Grindavíkurbæjar getur verið niðurgreiðsla á námskeiðinu fyrir þátttakendur og/eða að leggja til húsnæði ef þess er kostur. Hversu mikil niðurgreiðslan verður fer eftir fjölda og tegund umsókna.

 

 

 

Í Menningarvikunni verður handverkssýning/markaður í Gjánni þar sem afrakstur þessara námskeiða verður væntanlega til sölu og/eða sýnis, eftir því sem því verður við komið.

 

 

 

Félagasamtök eða einstaklingar sem hafa í hyggju að bjóða upp á slík námskeið eru beðnir að senda inn beiðni um slíkt á netfangið thorsteinng@grindavik.is, í síðasta lagi 1. febrúar n.k. Eftirfarandi þarf að koma í beiðninni:

 

 

 

1.       Upplýsingar um umsækjanda og bakgrunn í handverki/skipulagi handverks

 

2.       Drög að auglýsingu um væntanlegt námskeið þar sem fram kemur

 

a.       fjöldi kennslustunda

 

b.      dagsetningar kennsludaga

 

c.       fjöldi nemenda sem teknir eru inn

 

d.      hvort efniskaup séu innifalin

 

e.      hvar á að skrá þátttöku

 

f.        verð pr. mann á námskeiðið

 

g.       verður afraksturinn sýndur á handverkssýningu í menningarvikunni?

 

h.      og aðrar upplýsingar sem skipta máli

 

 

 

Frístunda- og menningarnefnd tekur umsóknirnar fyrir á fundi sínum 3. febrúar n.k. til afgreiðslu.