Þórey Maren Sigurðardóttir kokkur vikunnar!

9.Febrúar'16 | 06:50

Suðrænn Saltfiskur

 • 7-800 gr. Saltfiskur, vel útvatnaður, roð og beinlaus. 

 • 4 msk. góð ólífuolía. 

 • 1 laukur.

 • 4-5 saxaðir tómatar. 

 • 1 rauð paprika, söxuð. 

 • nýmalaður pipar. 

 • 100 ml. rauðvín. 

 • 500 gr. kartöflur, afhýddar og skornar í bita. 

 • 3 msk. hveiti. 

 • 10-12 steinlausar ólífur. 

 • ½ sítróna. 

 • 2 msk. steinselja söxuð. 

 • 4-5 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt. 

Saltfiskurinn skorin í bita. Hitið u.þ.b. 2 msk. af olíu á pönnu og laukurinn látinn krauma í nokkrar mínútur við meðalhita. Þá er hvítlauk bætt á pönnuna og síðar tómötum, papriku og pipar. Eftir 2-3 mínútur er rauðvíni hrært saman við og látið sjóða án loks í um 5 mínútur. Kartöflum hrært saman við og látið malla í 10 mínútur. Á meðan er afgangurinn af olíunni hitaður á annarri pönnu. Fisknum velt upp úr hveiti og hann snöggsteiktur við háan hita í u.þ.b. 2 mínútur á hvorri hlið. Síðan er fiskurinn settur í eldfast mót. Ólífunum hrært saman við grænmetið, safinn úr sítrónunni kreistur yfir og öllu saman hellt yfir fiskinn og bakað í ofni í 20 mín við 180°. Að lokum er steinselju stráð yfir.

Ég vil þakka Jóhönnu frænku fyrir þessa áskorun og nú ætla ég að skora á móðursystur mína, eðalkokkinn hana Hrafnhildi Sigurðardóttur frá Sólheimum í Grindavík. 

Bestu kveðjur úr Skerjafirðinum.