Leikglaðir Hafnfirðingar kjöldrógu andlausa Grindvíkinga

4.Mars'16 | 08:15

Haukar byrjuðu leikinn að krafti og gáfu ekkert eftir í upphafi leiks en að sama skapi voru Grindvíkingar hikandi í sýnum aðgerðum.

 Haukar voru fastir fyrir í vörninni og komust Grindvíkingar lítið áleiðis í sókninni og voru þvingaðir oft á tíðum í erfið skot.   

Í upphafi var jafnræði með liðunum og greinilegt að mikið væri í húfi en það var aðeins í upphafi. Hægt og rólega sigu Haukamenn fram úr Grindvíkingum og skorðu nánast í hverri sókn meðan fátt gekk upp hjá heimamönnum. Staðan eftir 1. leikhluta var 16-25

Sama var uppi á teningnum í 3. leikhluta, Haukar skrefum á undan í öllu. Undir lok fyrri hálfleik voru Haukamenn komnir með rúm tuttugu stiga forskot og Grindvíkingar vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Það var alveg sama hvað þeir gerðu alltaf fundu Haukar auðvelda körfu. Hvorki gekk né rak hjá Grindvíkingum í fyrri hálfleik og voru þeir oftar en ekki þvingaðir í erfið skot. 

Hjá Grindvíkingum var lítið um fína drætti en það var helst Þorleifur Ólafsson sem spilaði að einhverju viti en hann setti 10 stig í fyrri hálfleik. Staðan eftir fyrri hálfleik var 32-54 fyrir Hauka.  

Haukar héldu uppteknum hætti í upphafi seinni hálfleik og juku við forskot sitt. Þeir spiluðu án efa einn af sinn besta leik í vetur eins voru þeir að hitta mjög vel. Segja má að seinni hálfleikurinn hafi verið formsatrið því það var ekkert sem benti til þess að Grindvíkingar ætluðu að gera leik úr þessu í seinni hálfleik. Að loknum 3. leikhluta var staðan orðin 48 - 83 fyrir Hauka og fátt benti til þess að Grindvíkingar gætu snúið við taflinu sér í vil.

Grindvíkingar voru ekki bara andlausir heldur einnig  kraftlausir og hugmyndasnauðir í sínum leik ekki skal taka af Haukamönnum að þeir spiluðu mjög góða vörn.
Til að gera langa sögu stutta gjörsigruðu Haukar Grindvíkinga í kvöld 71 - 105.

Tölfræði leiks er hægt að nálgast HÉR. 

Hægt er að finna fréttina í heild sinni með frekari umfjöllun og viðtölum á visir.is með því að smella HÉR.