Innanbúðarmenn bjartsýnir á að Garcia leiki síðasta leikinn gegn Njarðvík

8.Mars'16 | 08:35

Grindavík fær granna sína úr Njarðvík í heimsókn næstkomandi fimmtudag í síðastu umferð Domino´s deildarinnar, áður en úrslitakeppnin hefst.

 Óvíst er hvort að Grindavík komist áfram en þeir eru í 8.-9. sæti ásamt Snæfell og það komast aðeins átta lið áfram. Ef Grindavík á að eiga vonarglætu þurfa þeir að sigra leikinn á fimmtudag og Snæfell þarf að tapa, þannig að ekki er öll von úti enn. 

 

Það sem verra er þá er erlendi leikmaður okkar Chuck Garcia, eitthvað tæpur en hann hefur átt í einhverjum öndunar erfiðleikum undanfarið. Það gerðist fyrst fyrir um það bil 3 vikum síðan og þurfti að fara með drenginn á læknavaktina. Eftir það átti hann erfitt með andardrátt á móti Þór Þorlákshöfn og síðan á sunnudagskvöld spilaði hann aðeins þrjár mínútur gegn Tindastóll þar sem hann var óvenju slæmur í þeim leik. Hann fór í rannsókn í gær þar sem  hann fékk púst til að taka með heim og eru menn bjartsýnir á að hann geti klárað síðasta leikinn gegn Njarðvík. Vonandi verður blessaður maðurinn laus við þessi leiðinda veikindi og að hann nái vonandi að blómstra í síðasta deildarleiknum á þessu tímabili.