Maciej Majewski verður ekki með Grindavík í fótboltanum í sumar

8.Mars'16 | 01:50

Pólski markvörðurinn Maciej Majewski sleit hásin á æfingu á sunnudag. 

Þetta staðfesti Óli Stefán Flóventsson, þjálfari liðsins, í samtali við Fótbolta.net í gær. 

 

Majewski verður frá keppni í að minnsta kosti hálft ár og því liggur fyrir að hann verður lítið sem ekkert með Grindvíkingum í fyrstu deildinni í sumar. 

 

Majewski varði einnig mark Grindavíkur síðastliðið sumar en hann kom til félagsins frá Sindra í fyrravetur. 

 

Mikil meiðsli hafa verið hjá Grindvíkingum í vetur en vinstri bakvörðurinn Jósef Kristinn Jósefsson verður frá keppni næstu vikurnar eftir að hafa meiðst gegn Víkingi R. í Lengjubikarnum í síðustu viku. 

 

Hákon Ívar Ólafsson og Matthías Örn Friðriksson eru að jafna sig eftir fóbrot auk þess sem hinn ungi Marinó Axel Helgason hefur veri að glíma við nárameiðsli í allan vetur.

 

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina HÉR