Sigur í Hveragerði í kvennakörfunni

10.Mars'16 | 08:01

Grindavík sigraði Hamarsstúlkur í Hveragerði í gærkvöldi 72-80.

 

 

Hamar eru á botni deildarinnar en létu þó Grindavík hafa fyrir sigrinum. 

 

Grindavík er ennþá í 5. sæti deildarinnar með 20 stig ásamt Keflavík sem sigraði Stjörnuna ígær. Grindavík á þó leik til góða og ef þær sigra hann komast þær upp fyrir Keflavík í 4. sætið. 

 

Hamar-Grindavík 72-80 (13-17, 18-22, 24-18, 17-23)

 

Hamar: Alexandra Ford 34/11 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Íris Ásgeirsdóttir 15/9 fráköst/5 stoðsendingar, Jenný Harðardóttir 6, Anna Marý Karlsdóttir 4, Heiða Björg Valdimarsdóttir 4, Karen Munda Jónsdóttir 3, Nína Jenný Kristjánsdóttir 2/7 fráköst, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 2/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/7 fráköst, Erika Mjöll Jónsdóttir 0, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Margrét Hrund Arnarsdóttir 0.

 

Grindavík: Whitney Michelle Frazier 24/14 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 18/10 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 11/6 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 7/4 fráköst, Helga Einarsdóttir 6/7 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 6, Hrund Skúladóttir 6, Íris Sverrisdóttir 2, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Halla Emilía Garðarsdóttir 0, Petrúnella Skúladóttir 0, Jeanne Lois Figeroa Sicat 0.