Grindavík heimsækjir Hafnafjörð í kvöld

16.Mars'16 | 11:26

Grindavík og Haukar mætast í Domino´s deild kvenna kl. 19:15 í kvöld. 

Mjög mikilvæg stig eru í húfi fyrir bæði lið, Haukar eru að berjast um deildarmeistaratitillinn við Snæfell og Grindavík er að berjast um úrslitakeppnissæti við Keflavík. Grindavík á þrjá leiki eftir í deildinni en Keflavík aðeins tvo, það breytir því ekki að þær verða að sigra þennan leik með okkar stuðning. Við trúum að stelpurnar okkar vinni þennan leik, enda hafa þær sýnt að þær geti það fyrr á þessu ári. Mætum og hvetjum stelpurnar okkar til sigurs!

ÁFRAM GRINDAVÍK