Slök skotnýting varð stúlkunum að falli

17.Mars'16 | 04:27

Grindavík tapaði gegn sterku liði Hauka 70-57 á útivelli í gærkvöldi. Þær halda þó enn úrslitakeppnissæti sínu þar sem að Keflavík tapaði einnig sínum leik. 

Haukastúlkur byrjuðu betur og komust í 18-8 í fyrsta leikhluta, Grindavík bitu þó frá sér á síðustu mínútum leikhlutans og náðu að minnka muin í 3 stig. Það var hart barist og virtust liðin nokkuð jöfn út leikinn en Grindavík var alltaf að elta og áttu erfitt með að fá boltan í körfuna enda var liðið aðeins með 25% skotnýtingu í leiknum.

 

Næsti leikur er á laugardaginn gegn Snæfell og síðan er síðasti leikurinn 22. mars gegn Keflavík sem gæti orðið hreinn úrslitaleikur. 

 

 

Haukar-Grindavík 70-57 (18-15, 15-10, 16-12, 21-20) 

 

Haukar: Helena Sverrisdóttir 20/14 fráköst/7 stoðendingar, Pálína María Gunnlaugsdóttir 15/6 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/13 fráköst/4 varin skot, Auður Íris Ólafsdóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 5, María Lind Sigurðardóttir 4, Sólrún Inga Gísladóttir 3, Dýrfinna Arnardóttir 2/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2, Shanna Dacanay 1.

 

Grindavík: Whitney Michelle Frazier 25/19 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 9/11 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 7, Ingibjörg Jakobsdóttir 6, Íris Sverrisdóttir 4, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 2.