Úrslitakeppnin hefst í kvöld!

17.Mars'16 | 13:59

Jæja, þá hefst allra besti tími ársins að mati körfuboltaáhugamanna, úrlistakeppnin byrjar í kvöld.

 Strákarnir tryggðu úrslitakeppnissæti eftir góðan sigur á Njarðvík í síðustu umferð Domino´s deildarinnar og er fyrsti leikur í Vesturbæ gegn deildar og bikarmeisturum KR. Leikurinn hefst klukkan 19:15 en fólk er hvatt til að mæta tímanlega, enda er yfirleitt pakkfullt hús hálftíma fyrir leik í úrlsitakeppninni.

 

Gleðilega körfuboltaveislu!

 

ÁFRAM GRINDAVÍK!

 

Hér fyrir neðan er hægt að sjá viðtal sem Karfan.is tók við Þorleif "Lalla" Ólafsson sem er greinilega tilbúin í slaginn.