Grindavíkurstúlkur tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni eftir góðan sigur á Keflavík

22.Mars'16 | 21:47

Grindavík náði að tryggja sér sæti í úrslitakeppni KKÍ með 7 stiga sigri á grönnum sínum úr Keflavík, en þetta er fyrsta úrslitakeppnin í sögu úrslitakeppninnar sem Keflavík náði ekki að tryggja sér sæti í.

 Stelpurnar munu eiga spennandi rimmu við deildarmeistara Hauka, en ekki er enn komð í ljós hvenær úrslitakeppni kvenna hefst.

Leikurinn í kvöld var hraður og skemmtilegur, stelpurnar unnu saman sem lið og börðust eins og ljón. Allar sem komu við sögu lögðu sitt af mörkum og var hrein unun að horfa á þær spila. Sláturhúsið var þéttsetið og létu stuðningsmenn Grindavíkur sig ekki vanta og létu heyra vel í sér allan leikinn.

Whitney Frazier átti frábæran leik með tvöfalda tröllatvennu 36 stig og 12 fráköst. Einnig átti Petrúnella Skúladóttir góðan leik með 16 stig en hún átti tvær gríðarlega mikilvægar þriggja stiga körfur í seinni hálfleik en annars er hægt að skrifa sigurinn algjörlega á liðsheildina. 

Tölfræði leiks:

Keflavík-Grindavík 77-84 (19-24, 17-21, 24-16, 17-23)

Keflavík: Monica Wright 29/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 14/13 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 13/7 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 9/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5, Sandra Lind Þrastardóttir 4/12 fráköst/3 varin skot, Melissa Zornig 2, Elfa Falsdottir 1.

Grindavík: Whitney Michelle Frazier 36/12 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 16, Ingunn Embla Kristínardóttir 12/4 fráköst/4 varin skot, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 12/12 fráköst/6 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 3/5 stoðsendingar, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Jeanne Lois Figeroa Sicat 1, Íris Sverrisdóttir 1. 

 

Grinda