Keflavík - Grindavík: Úrslitaleikur um sæti í úrslitakeppni kvenna

22.Mars'16 | 08:00
grindavik-keflavik-dominos-kvk-3 (1)

Mynd: Karfan.is

Í kvöld mætast Keflavík og Grindavík í Sláturhúsinu við Sunnubraut kl. 19:15 í síðasta deildarleik tímabilsins. 

Um hreinan úrslitaleik er að ræða um það hvort liðið komist í úrslitakeppnina. Þessi tvö lið hafa lengi eldað grátt silfur saman og leikirnir yfirleitt hörkuspennandi, einsog nágrannaslögum sæmir. Keflvíkingar ætla að bjóða upp á 2 fyrir 1 sem þýðir að stuðningsmenn þeirra geta borgað sig inn á kvennaleikinn gegn Grindavík og geta notað sama miða næsta dag á karla leik Keflavíkur svo margt verður eflaust um manninn þeirra megin. Því er enn mikilvægara að fólk mæti á leikinn og hvetji stelpurnar okkar til sigurs svo þær þurfi ekki að fara í snemmbúið sumarfrí. Mætum og styðjum okkar stelpur til sigurs!

 

ÁFRAM GRINDAVÍK!