þegar maður fær óvænt gesti er gott að hafa 40.min

Eydna er kokkur vikunnar

20.Apríl'16 | 12:03

Öll mín matargerð verður að vera fljótleg, sem lýsir mér vel. Það hentar þegar ég er orðin MJÖG SVÖNG og einnig þegar gestir koma óvænt. 

Þegar maður fær óvænt gesti er gott að hafa 40.min til að undirbúa mat og góðan eftirrétt.   

 

Indverskur kjúklingaréttur


•    6 Kjúklingabringur 
•    1-2 matskeiðar TIKKA MASALA SPICE PASTE (PATAK´S)
•    1.dós kókussmjólk
•    1.dós KORMA (PATAK´S)

 

Kjúklingabringurnar skornar í litla bita og þær síðan steiktar upp úr Tikka Masala spice paste ( PATAK´S). Síðan er sett krukkan af KORMA og síðast er kókusmjólkin látin út í og látið malla í c.a 20-25 min 
Borið fram með fersku salati og Nan-brauði

 

KLEMMAKAKA 


•    1bolli hveiti
•    1bolli sykur
•    1bolli döðlur
•    1bolli haframjöl
•    2 egg
•    1tsk lyftiduft
•    1 poki Síríus súkkulaðidropar (ekki hjúpur)
•    180 gr ísl smjör mjúkt

Oftast fylli ég ekki bollann alveg af haframjöli og set kókósmjöl sem á vantar i bollann

Öllu hrært saman og sett í form 24cm og bakað í 25-30 mín. 
Fylgjast vel með hvort hún er tilbúin því kakan verður þurr ef hún er bökuð of lengi
Láta kólna í ca 20 min i forminu 

Verði ykkur að góðu 

Ég ætla síðan að skora á vinkonu mína  ( Dúnu ) Guðrún Maríu Vilbergsdóttir.