Guðrún María Vilbergsdóttir

Dúna er kokkur vikunnar

27.Apríl'16 | 12:01

Það eru nú ekki margir Grindvíkingar sem vita að ég er kölluð Dúna en ég hef verið kölluð  þessu nafni í um rúm 25 ár af minni nánustu fjölskyldu og vinum svo eru aftur á móti ansi margir hér í Reykjanesbæ sem þekkja mig aðeins sem Dúnu en nóg um þetta.

Ég ætla að gefa ykkur geggjaða uppskrift af pastarétti sem er mjög vinsæll á mínu heimili. Heimilisfólkið mitt hefur gefið réttinum nafnið Grænmetis krullupasta

 

Grænmetis krullupasta fyrir 2-4 

 

 • 150 gr. Blómkál 

 • 150 gr. Brokkoli 

 • ½ Rauð paprika 

 • 10 stk. Sveppir 

 • 3  Gulrætur 

 • ½ Rauðlaukur 

 

 

Steikt á pönnu í smá kókósolíu 

Barilla collezione grænt =  (Krullupasta) ca. 2-3 krullur á mann sem einn skammtur pastað á að sjóða í 6 mín.

 

Pastasósa

 

 • 5 dl. Matreiðslurjómi

 • 1 dl. Vatn

 • 2  stk.Grænmetiskraftur

 • ½ dós Rjómaostur hreinn 

 • ½ dós Rjómaostur (svartur pipar)

 • 2  Hvítlauksrif

 • 1 ½  tsk. Óreganó

 • 1 ½  tsk. Estragon 

 • 1 ½  tsk.  Ítalskt pastakrydd

 • ½ tsk. Piparblanda (krydd)

 • Svartur pipar, krydda eftir smekk

 • Ljóst Maizena til að þykkja sósuna.

Þessu má svo blanda öllu saman eða setja á hvern disk fyrir sig eins og ég geri ca. 3 Krullupasta slatti af steiktu grænmeti og hella svo sósunni yfir allt saman.


Nú svo verðum við að fá okkur eitthvað hollt og gott í eftirrétt. Ég elska þessa dagana að fá mér bláberja-múslí jógúrt uuuummmm...

 

 Bláberja-múslí jógúrt

 • Uppskrift fyrir 2-3 

 • 1 Dós Grísk jógúrt 

 • 1 dl. Möndlumjólk til að þynna jógúrtið

 • Sett í 2-3 skálar 

 • 1-2 tsk.Hunang ca. 1-2 tsk. í hverja skál

 • Múslí eftir smekk

 • Bláber eftir smekk

 • Jarðaber eftir smekk 

 

 

Njótið vel og verði ykkur að góðu þið sem prufið.  Ég ætla svo að skora á systir mína Bjarnlaugu Dagnýu Vilbergsdóttur að vera næsti kokkur vikunnar. Hún er að mínu mati alveg snillingur í eldhúsinu.