Svínafillet í sítrónurjómasósu

Bjarnlaug er kokkur vikunnar

4.Maí'16 | 09:38

Svínafillet í sítrónurjómasósu 

 

  • 500-600 gr. svínafillet

  • Smjör til steikingar

  • Salt

  • Svartur pipar

  • 3 dl. rjómi

  • 1/2 dl. Steinselja

  • 3 tsk. Estragon

  • 1-2 Kjötkraftsteningar 

  • 1 1/2 Msk. Sítrónusafi

  • Sítrónubörkur

 
Skerið kjötið í tveggja sentimetra þykkar sneiðar. Snöggsteikið á báðum hliðum í smjöri.

Takið kjötið af pönnunni og kryddið með salt og pipar.

 

Hellið rjómanum á pönnuna, kryddið með estragoni og saxaðri steinselju. Bragðbætið með kjötkrafti.

 

Setjið kjötið aftur á pönnuna og látið krauma í 5-10 mínútur. Bætið sítrónusafanum út í.

 

Skerið sítrónubörkinn í strimla, dýfið augnablik í sjóðandi vatn og stráið yfir kjötréttinn.

 

Berið fram með hrísgrjónum, hvítlauksbrauði og steiktu grænmeti.


Gangi ykkur vel.

 

Ég ætla að halda boltanum aðeins lengur í Keflavík og skora á frænda minn Helga Má Helgason.
Bestu kveðjur til Grindavíkur