Helgi er kokkur vikunnar

11.Maí'16 | 10:18

Ég vil byrja á að þakka Bjarnlaugu fyrir áskorunina og um leið leiðrétta hana með það að við búum bæði í Njarðvík en ekki Keflavík.


Ég get ekki sagt að það sé mín sterkasta hlið að sjá um eldamennskuna en það vill svo heppilega til að ég á kærustu sem er snillingur i eldhúsinu og þetta er einn af mínum uppáhalds réttum sem hún gerir. 

Þetta er mjög einfalt salat sem jafnvel þeir sem ekki þykjast borða salat elska 

Japanskt salat (fyrir 4)

 • 1/2 bolli olía

 • 1/4 bolli balsamik edik

 • 2 msk sykur

 • 2 msk sojasósa

 • sett í pott og soðið í u.þ.b 1 mínútu, þá tekið af hita og hrært reglulega í. 


1 poki núðlur (mínútunúðlur eða eggjanúðlur) - brotnar smátt og ristaðar á pönnu þar til stökkar
ca 4 msk möndluflögur - ristaðar á pönnu
ca 3 msk sesamfræ - ristuð á pönnu
-lagt til hliðar. 

 

 • 4 kjúklingabringur                                          

 • Sweet chili sósa

 • Bringur skornar í bita og steiktar á pönnu. Sweet chili sósu hellt yfir og látið malla í smá stund. 

 

 • Salat (um 200 gr. t.d spínat, ruccola, lambhaga...fer bara eftir smekk 

 • Kirsuberjatómatar

 • Mangó

 • Rauðlaukur

 • skorið niður og sett í fat 

 

Núðlum, möndluflögum og sesamfræjum stráð yfir. Sósu hellt yfir og að lokum er kjúklingnum dreift yfir. 

 

Ég ætla svo að henda boltanum til Grindavíkur á vin minn Jakob Sigurðsson sem er nokkuð klókur i eldhúsinu og hefur alltaf staðið undir væntingum þegar hann býður mér í mat, sem verður vonandi við fyrsta tækifæri.

Bestu kveðjur

Helgi Már