Grillaðar lambalærisneiðar

Jakob er kokkur vikunnar

18.Maí'16 | 09:25

Nú er grilltíminn að byrja og datt mér í hug að setja inn uppáhald dóttur minnar, en það eru grillaðar lambalærisneiðar með piparosta-sveppasósu eða eins og hún kallar það („sjúgukjöt“ þar sem aðal atriðið í þessu er að sjúga merginn úr beininu hljómar kannski ekki girnilegt en kemur á óvart hvað það er gott )


Það sem þarf:
•    300 gr. Lambalærisneiðar á mann ókryddaðar (velja sneiðar með flottu beini s.s. hringlótt -mikið atriði )
•    2-3 Kartöflur á mann meðalstórar 
•    2 Paprikur
•    2 Rauðlaukar
•    4 gulrætur
•    Fetaostur 1 krukka í olíu
•    Maldon-salt 
•    Pipar svartur 


Sósan
•    1 stk. piparostur
•    1 peli rjómi (2,5 dl.)
•    1 askja sveppir
•    íslenskt smjör
•    nautakraftur


Skerið papriku, lauk, gulrætur og annað rótagrænmeti sem ykkur finnst gott í strimla.


1# Kveikið á grillinu og setið kartöflurnar beint á grillið -engan álpappír, snúið reglulega setjið grænmetið í álbakka og hellið fetaostinum yfir og grillið.

2# Gott er að byrja á að taka kjötið úr kælir og láta það standa við stofuhita meðan við græjum sósuna.

Sósan 

3#Skerið sveppina niður, Setið vel af smjöri á pönnu hellið sveppunum á passið að hafa nóg af smjöri til að bleyta upp í sveppunum hitið sveppina þar til þeir eru orðnir vel mjúkir ath. ekki brúna setjið salt og pipar yfir. Næst tökum við rjómann og hellum yfir sveppina bíðum svo þar til að rjóminn er orðinn vel heitur þá setjum við piparostinn úti gott að rífa hann niður áður svo er sett 1 tsk. af nautakraft og sósan smökkuð til þegar piparosturinn er vel bráðnaður þá er hægt að bæta við salt og pipar ef þarf.

Kjötið
4#Setið Maldon-salt og pipar á kjötið og berið smá olíu yfir þá festist kjötið síður við grillið setið kjötið á sjóðandi heitt grillið, -snúið þegar þið sjáið fallegar rendur á kjötinu takið svo af þegar það er fallega bleikt inn við beinið.


Verði ykkur að góðu.
Ég vil þakka Helga fyrir áskorunina og skora á Papas kónginn Gylfa til að töfra eitthvað fram fyrir okkur.